Forsíđa
Á döfinni
Um skólann
Stefna Stórutjarnaskóla
· Ein stofnun - ţrír skólar
· Samţćtting skólastiga
· Samstarf heimilis og skóla
· Umhverfis- og lýđheilsustefna
· Jafnréttisstefna Stórutjarnaskóla
· Umgengni og skólareglur
· Ađlögun og útskrift
· Sérfrćđiţjónusta
· Lestrarstefna
· Um námsmat
· Forvarnir
· Eineltisáćtlun
· Áföll og viđbrögđ viđ ţeim
· Heilsuvernd nemenda
· Hefđir í skólastarfi
· Bókasafn
· Mötuneyti
· Um mat á skólastarfi
· Áćtlun um sjálfsmat
· Starfsmanna- og endurmenntunarstefna
· Persónuverndarstefna
Um breytt námsmat
Leikskólinn
Grunnskólinn
Tónlistardeild
Foreldrafélagiđ
 
Námsvísar
Stundaskrár
Skóladagatal
Ţróunarstarf
 
Nemendur
Starfsfólk
Matseđill
Grenndarvitund
Umhverfi og lýđheilsa
 
Greiđslur til skólans
Sundlaug
Símanúmer
Vefpóstur
 
Önnur starfsemi
Eyđublöđ


 

samţćtting skólastiga

 

Samkvćmt 45. gr., grunnskólalaga sem tóku gildi 1.júlí. 2008 er sveitarfélögum heimilt ađ reka saman grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla undir stjórn eins skólastjóra ađ fenginni umsögn skólanefnda. Skal stjórnandi slíkrar stofnunar hafa leyfisbréf til kennslu á leik- og/eđa grunnskólastigi. Sveitarstjórn getur ákveđiđ ađ skólaráđ, sbr. 8. gr., og foreldraráđ, sbr. 11. gr. laga um leikskóla, starfi sameiginlega í einu ráđi. Ákvćđi ţetta gildir einnig um skóla sem reknir eru á grundvelli 1. mgr. Hinn samrekni skóli starfar ađ öđru leyti samkvćmt lögum um viđkomandi skólastig.

Samţćtting leik-, grunn- og tónlistarskólastigs í Stórutjarnaskóla er mikilvćgur hluti uppeldis- og kennslufrćđa. Einnig er hún talin mikilvćg til ađ auka tónlistarkennslu og listfrćđslu í menntun einstaklinga í nútíma samfélagi. Ţađ er ekki bara í samrćmi viđ nútímalega menningar og menntastefnu, heldur eflir ţađ líka tilfinningalegan og listrćnan ţroska, mótar viđhorf og eflir einbeitingarhćfni, samvinnu og ögun. Í Stórutjarnaskóla eru góđar ađstćđur og vilji til ađ vinna í ţessum anda. Samţćtting skólanna er líka viđleitni til ađ bregđast viđ fólksfćkkun á skólasvćđinu međ ţví ađ hagrćđa í skólarekstrinum og ná fram betri nýtingu á húsnćđi, ađstöđu og starfsfólki.

 

Fyrir sex ára börn eru ţađ mikil tímamót ţegar ţau fćrast úr leikskóla í grunnskóla. Skólastigin eru í grunninn ađ mörgu mjög ólík, bćđi hvađ varđar ytra og innra umhverfi. Allt er stćrra og fjarlćgara í grunnskólanum og skipulag kennslustunda frábrugđiđ innra skipulagi leikskólans. Oft eru gerđar ađrar og öđruvísi kröfur til barna í grunnskóla en í leikskóla. Ţá er félagslegt umhverfi einnig međ öđrum hćtti, ţađ er mikill munur á ţví ađ vera í elsta árgangi leikskólans eđa ţeim yngsta í grunnskólanum svo eitthvađ sé nefnt.

 

Til ađ ţessi tímamót verđi börnum sem auđveldust er mikilvćgt ađ náiđ og gott samstarf ríki á milli starfsfólks skólastiganna, ađ ţekking ţeirra nái til beggja skólastiga og ađ ríkjandi sé sameiginleg sýn á börnin, nám ţeirra og kennslu (Jóhanna Einarsdóttir; 2007). Ţá er ekki síst mikilvćgt ađ foreldrar séu vel upplýstir og ţekki vel til ađstćđna.
 
Í Stórutjarnaskóla eru allar ađstćđur svo ađ hćgt sé ađ bregđast viđ ţeim ţáttum sem hafa áhrif. Auđvelt er ađ samrćma kennsluađferđir skólastiganna og ţekking, áhugi og samrćmd sjónarmiđ starfsfólks eru fyrir hendi, sem veitir tćkifćri til framkvćmda. Auđvelt er ađ beita hugmyndafrćđi leikskólans inni í grunnskólanum og nýta ţađ besta frá báđum skólastigum. Hugmyndir Deweys um ađ börn lćri best međ ţví ađ rannsaka og uppgötva eftir lýđrćđislegum leiđum undir styrkri stjórn fagmannsins eiga prýđilega viđ á báđum skólastigum (Jóhanna Einarsdóttir; 2007). Ţannig lćra börn í leikskóla ýmsa ţćtti stćrđfrćđinnar, grunninn ađ lćsi, samfélagslega ţćtti og tilfinningalega og síđast en ekki síst listina ađ skapa. Ţetta nám heldur svo áfram í grunnskólanum og fellur ţá undir stćrđfrćđi í víđari skilningi, lestur, skrift, samfélagsfrćđi, lífsleikni, myndlist o.s.frv.

 

Fjölbreytilegar leiđir í kennslu eru nauđsynlegar svo ţörfum og hćfileikum barnanna verđi mćtt sem best. Međ ţetta ađ leiđarljósi leitast starfsfólk Stórutjarnaskóla viđ ađ flétta saman ţessi ţrjú skólastig svo samfella náist í námi barnanna.

 

Leiđir: 

 • gagnkvćmt samráđ starfsfólks
   
 • ţátttaka leikskólabarna í kennslustundum í grunnskólanum
   
 • ţátttaka grunnskólabarna í starfi leikskólans
   
 • allir nemendur fá tónlistarkennslu ţar sem helstu ţćttir eru tónlistarleg upplifun, söngur og efling takts og tónheyrnar 
   
 • nemendur á grunnskólastigi lćra tónmennt samkv. námskrá grunnskóla
   
 • allir nemendur (nema yngstu nemendur leikskólans) eiga kost á ađ lćra á hljóđfćri, en greiđa fyrir ţađ sérstaklega (tónlistarskóli)
   
 • allir nemendur taka ţátt í og hlusta á tónlistarflutning á menningarstundum
   
 • nemendur í tónlistarskóla koma fram á nemendatónleikum
   
 • sameiginlegt borđhald á matmálstímum
   
 • sameiginleg ţátttaka í ýmsum viđburđum
   
 • samnýting húsnćđis og kennslugagna
   
 • samnýting starfsfólks
   
 • sameiginlegt útivistarsvćđi
   
 • samnýting skólabíla

 

 
Heimildir: Jóhanna Einarsdóttir (2007). Lítil börn međ skólatöskur. Tengsl leikskóla og grunnskóla. Háskólaútgáfan.


SMŢMFFL
2526272829301
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
303112345
Júlí 2023

20. maí 2023

Vortónleikar Stórutjarnaskóla


19. maí 2023

Innritun í tónlistardeild


27. apr. 2023

Talađ viđ afreksfólk


27. apr. 2023

Umhverfis- og lýđheilsuţing


13. apr. 2023

Sjaldgćfur fugl týnir lífinu


13. apr. 2023

Á skíđum


13. apr. 2023

Öskudagsskemmtanir


28. mar. 2023

Stórutjarnaskóli hlaut Umhverfisverđlaun Ţingeyjarsveitar