Norræna skólahlaupið fer fram nk. miðvikudag, þann 28. sept. Að þessu sinni verður hlaupið um Fnjóskadal utanverðan að austan. Mikilvægt er að allir komi þannig klæddir að þeir geti tekið þátt í hlaupinu, jafnvel þó veður verði ekki upp á það allra besta. Athugið einnig að taka með ykkur sundföt því við förum í sund eftir hlaupið ef tími vinnst til. Hlaupnir verða 2.5 km, 5,0 km og 10,0 km, allt eftir því hvað nemendur velja sér.
Kennsla fellur niður á föstudag
Nk. föstudag, þann 30. september, verður þing Bandalags kennara á Norðurlandi eystra, haldið á Akureyri. Af þeim sökum fellur öll kennsla niður á föstudaginn og nemendur fá frí frá skóla.
Með góðri kveðju,
kennarar
|