Mánudaginn 7. október komu hingađ í Stórutjarnaskóla ţrjár ágćtar konur. Ţetta voru ţćr Eyrún Unnarsdóttir, Helena Guđlaug Bjarnadóttir og Sigrún Magna Ţorsteinsdóttir. Ţćr fluttu fyrir okkur bráđskemmtilega söngdagskrá, ţar sem ţćr Eyrún og Helena Guđlaug sungu ýmis ţekkt lög viđ undirleik Sigrúnar Mögnu.
Fyrst fluttu ţćr lögin í sinni upprunalegu mynd, viđ upprunalega texta en ađ ţví loknu sungu allir viđstaddir viđkomandi lög eins og viđ Íslendingar höfum ađlagađ ţau okkar tungu og menningu. Samanburđurinn var lćrdómsríkur og skemmtilegur. Hér voru á ferđinni lög eins og Hann Tumi fer á fćtur, Ţađ búa litlir dvergar og Vorvindar glađir, svo einhver lög séu nefnd. Ţetta var hin ágćtasta stund, hámenningarleg og mannbćtandi og fćrum viđ ţeim stöllum bestu ţakkir fyrir heimsóknina. Myndir frá dagskránni eru hér.