Aðspurðir töldu nemendur að það sem hæst bæri eftir veturinn væri vinnan við matarsóunarverkefnið, bæði ferlið við að vigta afgangana og tölvuvinnan við að koma upplýsingunum á glærur fyrir umhverfis- og lýðheilsuþingið. Síðast en ekki síst töldu þau eftirminnilegt þegar þau fluttu kynninguna á þinginu sem þau gerðu með sóma. Einnig nefndu nemendur smíði moltukassans, það hafi verið mjög skemmtileg vinna og það verkefni þeirra að teikna grunnhugmyndir fyrir myndrænan umhverfis- og lýðheilsusáttmála .
Alls voru haldnir fimm fundir í vetur og helstu verkefni voru:
Kosning í öllum námshópum um fulltrúa í umhverfis- og lýðheilsunefndinni.
Ruslaflokkun, nemendur sáu um að tæma flokkunardalla og skila í gám og eldri flokkunarbæklingur var endurskoðaður með tilliti til væntanlegs átaks sveitarstjórnar í sorphirðumálum.
Umhverfis- og lýðheilsusáttmálinn teiknaður upp en hann er í vinnslu og stefnt að því að stilla honum upp sem veggmynd á næsta skólaári
Matarsóunarverkefni, hugmyndavinna og framkvæmd ásamt öllum nemendum.
Könnun á verkefnahugmyndum fyrir allsherjastundir
Undirbúningsvinna vegna vistheimtarverkefnis en í haust mun ákveðinn hópur nemenda taka þátt í vistheimtarverkefni með Landvernd.
Myndir hér. |