Þriðjudaginn 7.mars var dásamlegt veður og nutum við þess að vera í útiskólanum. Það stóð til að fara á skauta en þar sem snjórinn var svo mikill á svellinu og svellið stamt datt sú ákvörðun upp fyrir en í staðinn fundu krakkarnir sér frábæra stökkbrekku sem var vel nýtt. Eftir að hafa leikið sér í smá stund rákum við augun í dorgveiðimann sem við ákváðum að kíkja á og var það mjög skemmtilegt og fróðlegt.
Siggi á Stórutjörnum hafði gaman af og fræddi okkur um dorgveiði sem sumir vissu ekkert út á hvað gengi en aðrir þaulvanir dorgveiðimenn. Í þessari ferð þurfti að labba langt og lengi í miserfiðu færi og voru flestir orðnir þreyttir þegar við komum heim að skóla en það var samt hægt að fara nokkrar ferðir í brekkunni hjá skólanum áður en farið var í skólabílana. Myndir hér.