Forsíða
Á döfinni
Um skólann
Stefna Stórutjarnaskóla
Um breytt námsmat
Leikskólinn
Grunnskólinn
Tónlistardeild
Foreldrafélagið
 
Námsvísar
Stundaskrár
Skóladagatal
Þróunarstarf
 
Nemendur
Starfsfólk
Matseðill
Grenndarvitund
Umhverfi og lýðheilsa
 
Greiðslur til skólans
Sundlaug
Símanúmer
Vefpóstur
 
Önnur starfsemi
Eyðublöð


 
7. október 2020 09:03

Vistheimt í verki

Tilnefning til íslensku menntaverðlaunanna

Nú er komið á fimmta ár frá því að nemendur og starfsfólk Stórutjarnaskóla hófu þátttöku í vistheimtarverkefni Landverndar, en það er þróunarverkefni þar sem unnið er með nokkrum Grænfánaskólum á landinu, Landgræðslunni og Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna. Þeir skólar sem eru með í þessu verkefni eru Stórutjarnaskóli, Hvolsskóli, Grunnskólinn Hellu, Þjórsárskóli, Þelamerkurskóli, Bláskógarskóli, Grunnskóli Snæfellsbæjar, Fjölbrautarskóli Surlands, Menntaskólinn í Hamrahlíð og Menntaskólinn Laugarvatni.

 

Í verkefninu Vistheimt með skólum setja nemendur sjálfir upp tilraunasvæði á örfoka landi, sjá um að sá eða bera á áburð í tilraunareiti og fylgjast með breytingum á gróður- og dýrasamfélögum. Skólinn var svo lánsamur að fá til afnota mel í landi Stórutjarna og þangað er hæfilegur gangur til og frá skóla.
 

Á Kennaradeginum 5. október tilnefndi Mennta- og menningarmálaráðherra tilnefningarnar til íslensku menntaverðlaunanna í flokki framúrskarandi þróunarverkefna. Verðlaun fyrir framúrskarandi þróunarverkefni eru veitt verkefnum sem standast ítrustu gæðakröfur um markmið, leiðir, inntak, mat og kynningu, hafa samfélagslega skírskotun og nýtast til að efla menntun í landinu. Til greina koma verkefni sem tengjast skóla- eða frístundastarfi, listnámi eða öðru starfi með börnum og ungmennum og hafa ótvírætt mennta- og uppeldisgildi.

 

Verkefnið okkar og hinna skólanna, Vistheimt með skólum, fékk tilnenfningu ásamt fimm öðrum verkefnum. Það er Rannveig Magnúsdóttir, líffræðingur PhD., sérfræðingur og verkefnastjóri hjá Landvernd sem hefur umsjón með þróunarverkefninu. Tilkynning um það hver hlýtur verðlaunin kemur 6. nóvember.

Þetta þykir okkur mjög ánægjulegt og hvetur til áhuga og áframhaldandi vinnu við verkefnið sem nú er á höndum Sigríðar Árdal fyrir hönd Stórutjarnaskóla. Myndir hér - frá 2016 og ein ný. Þar má glöggt sjá breytingar á gróðri.

 


Til baka



SKRIFAÐU ÁLIT ÞITT

Fyrirsögn

Álit

Hvað er 2+3?

Undirskrift 



SENDA ÞESSA FRÉTT Í TÖLVUPÓSTI

Netföng viðtakenda:


  

Skilaboð

Hvað er 2+3?

Nafn sendanda:


yfirlit frétta


SMÞMFFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031123
45678910
Ágúst 2022

12. ágú. 2022

Skólasetning Stórutjarnaskóla verður mánudaginn 22. ágúst kl. 17:00


2. jún. 2022

Sumarfrí


2. jún. 2022

Sundlaug og bókasafn


27. maí 2022

Vordagar


18. maí 2022

Í mörgu að snúast hjá elstu nemendunum


16. maí 2022

Afmælishátíð


16. maí 2022

Umhverfis- og lýðheilsuþing og vortónleikar


22. apr. 2022

Gleðilegt sumar