Forsíða
Á döfinni
Um skólann
Stefna Stórutjarnaskóla
Um breytt námsmat
Leikskólinn
Grunnskólinn
Tónlistardeild
Foreldrafélagið
 
Námsvísar
Stundaskrár
Skóladagatal
Þróunarstarf
 
Nemendur
Starfsfólk
Matseðill
Grenndarvitund
Umhverfi og lýðheilsa
 
Greiðslur til skólans
Sundlaug
Símanúmer
Vefpóstur
 
Önnur starfsemi
Eyðublöð


 
27. maí 2021 15:18 (2 lesendur hafa sagt álit sitt.)

Samstarf til fyrirmyndar

Á síðustu dögum þessa skólaárs komu Matthildur nemandi í 8. bekk og Sigga umsjónarkennari hennar færandi hendi í leikskólann. Þær færðu okkur að gjöf stafrófið sem Matthildur hafði unnið að í vetur, en hún hannaði það og teiknaði á litla viðaplatta sem keyptir höfðu verið í Skógræktinni í Vaglaskógi. Stafrófið er vandað og vel gert, augljóst að mikil vinna hefur verið lögð í verkið. Stafrófið samanstendur af þremur mismunandi plöttum; myndaplattar, plattar með hástöfum og svo plattar með há- og lágstöfum saman. Nemendur fóru strax leika sér með stafrófið þar sem þau völdu sér mynd og leituðu svo að upphafstaf orðsins. En svona mynda- og stafaplatta er hægt að nota á fjölbreyttan hátt til að efla læsi í gegnum leik. Hægt er að nota myndirnar sem sögugrunn, finna orð sem rýma og stafa orð svo eitthvað sé nefnt. Samvinna milli skólastiganna á sér margar birtingarmyndir og er gaman þegar svona verkefni verða til og tengingar milli unglingastigsins og leikskólans.

 
Takk kærlega fyrir þessa eigulegu og flottu gjöf, hún á eftir að vera mikið notuð. Myndir hér.

 
Bestu kveðjur nemendur og starfsfólk leikskólans.

 


Til baka



ÁLIT LESENDA

Fallegt og vel gert (28. maí 2021, kl. 21:54)

Þetta er mjög falleg og góð hugmynd. Þarna sér maður mikla hæfileika og frábært framtak. Klappa fyrir Matthildi

Sigrún

Falleg gjöf. (1. júní 2021, kl. 16:46)

Glæsilegt og greinilegt að Matthildur er mjög hæfileikarík, til hamingju með flott verk. Flott gjöf.

Hulda Björg

 


SKRIFAÐU ÁLIT ÞITT

Fyrirsögn

Álit

Hvað er 2+3?

Undirskrift 



SENDA ÞESSA FRÉTT Í TÖLVUPÓSTI

Netföng viðtakenda:


  

Skilaboð

Hvað er 2+3?

Nafn sendanda:


yfirlit frétta


SMÞMFFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031123
45678910
Ágúst 2022

12. ágú. 2022

Skólasetning Stórutjarnaskóla verður mánudaginn 22. ágúst kl. 17:00


2. jún. 2022

Sumarfrí


2. jún. 2022

Sundlaug og bókasafn


27. maí 2022

Vordagar


18. maí 2022

Í mörgu að snúast hjá elstu nemendunum


16. maí 2022

Afmælishátíð


16. maí 2022

Umhverfis- og lýðheilsuþing og vortónleikar


22. apr. 2022

Gleðilegt sumar