Vikuna 22. -26. nóvember dvaldi Kara Arngrímsdóttir hjá okkur og var með danskennslu. Hver kennsluhópur grunnskóladeildar fékk tvær dansæfingar á dag og má segja að flestir hafi haft mjög gaman af. Elstu nemendur leikskóladeildar tóku einnig þátt og stóðu sig með prýði.
Kara hefur komið eina viku á ári til okkar, með örfáum undantekningum, frá því veturinn 1988-1989. Hún kann því orðið vel á okkur hér og kemur vonandi til okkar einhver ár í viðbót. Danssýning var haldin föstudaginn 26. nóv. þar sem starfsfólk og nemendur áttu góða samveru en að þessu sinni var ekki hægt að bjóða foreldrum og gestum. Á meðfylgjandi myndum má sjá að nemendur lögðu sig alla fram og hægt er að fullyrða að margir sýndu ótrúlegar framfarir á dansgólfinu þessa viku. Myndir hér.