Tónlistarkennarar héldu utan um tónlistarfluttning þar sem bæði hljómsveitir og einstaklingar stóðu sig með mjög vel. Kórinn söng einnig nokkur falleg jólalög. Þá höfðu umsjónarkennarar ásamt sínum hópum tekið saman og æft atriði í töluðu máli. Eldri hóparnir sögðu frá aðdraganda þess að Ísland varð fullveldi, sjálfstæðisbaráttunni og kynntu Jón Sigurðsson og Ingibjörgu Einarsdóttur. Hópur 2 lék þjóðsöguna um Fóu feykirófu, Hópur 1 flutti kvæðið um jólasveinana eftir Jóhannes úr Kölum og leikskóladeildin spilaði á rithmahljóðfæri og söng Krummi svaf í klettagjá.
Eftir dagskrána var komið að spari-kaffi sem Sardar og Guðbjörg höfðu útbúið. Nóg var til í frystinum af girnilegu bakkelsi sem bakað hafði verið fyrir árshátíð. Ég vil þakka nemendum og starfsfólki fyrir yndislega stund þar sem allir gerðu sitt besta og stóðu sig með prýði.
Vegna stöðu á heimsfaraldri var ákveðið var að takmarka gestakomur inn í skólann nú á aðventunni. Með hækkandi sól á nýju ári vonumst við til að geta haldið þorrablót og afmælishátíð án takmarkanna. Það verður auglýst síðar.
Myndir: Jólatré
Aðventuhátíð
Fullveldishátíð
Myndir: jr |