26. maí 2005 12:25 (5 lesendur hafa sagt álit sitt.)
Úti í eyjum
9. og 10. bekkur farnir til Færeyja
Í gærmorgun lögðu 9. og 10. bekkur af stað til Færeyja. Lagt var upp héðan frá skólanum kl 10:00 á stórri rútu frá Jóni Árna og Gísla Rafni í Mývatnssveit, en Gísli á Laxárbakka var bílstjóri. Inga systir hans var fararstjóri og Jónína Ólafsdóttir henni til aðstoðar.
Við heyrðum í hópnum í morgun, í þann mund sem komið var til Þórshafnar. Þá hafði allt gengið að óskum, fáir sjóveikir en flestir skemmtu sér ágætlega á leiðinni, enda margt við að vera um borð í Norrænu. Nú eru framundan margir fróðlegir og skemmtilegir dagar í Færeyjum, sem vonandi eiga eftir að verða ferðalöngunum ógleymanlegir.
Við óskum þeim góðrar ferðar og góðrar skemmtunar.
Nú er ég komin heim í Bárðardalinn eftir mjög skemmtilega ferð til Færeyja. Þessi ferð var alveg rosalega skemmtilegt og þetta er pott þétt fallegasti staður sem ég hef komið á enn. En bra tak krakkar fyrir frábæra ferð:)
Ninna
Gott að koma heim :) (2. júní 2005, kl. 18:08)
Þetta var rosalega skemmtileg ferð!!! ég skemmti mér mjög vel!!! (fyrir utan þegar við vorum á leiðinni út í ferjunni....hehe)..en takk fyrir skemmtilega ferð!!! :) :)
Berglind Ýr :)
Takk fyrir mjög skemmtilega ferð. (3. júní 2005, kl. 12:02)
Mig langaði bara til að þakka ykkur kærlega fyrir skemmtilega ferð krakkar. Þið stóðuð ykkur frábærlega.
Við tökum svo morðingja aftur einhverntíman við tækifæri;)
Hafið það sem allra best í sumar.
Kveðja Nína.
Komin í sveitina (3. júní 2005, kl. 12:32)
Phew....Loksins er maður komin heim úr þessari über skemmtilegu ferð með vinunum. Ég get ekki sagt að hún hafi ekki tekið á, en hún var tvímælalaust það skemmtilegasta sem ég hef gert á minni skólagöngu hingað til. Takk fyrir mig og sjáumst í sumar:)
P.S. Það var rosalega gott að fá ekta íslenskan mat þegar maður kom heim nammi namm :P
Kærleikskveðja Friðgeir
Æði, æði, æði.!!! (5. júní 2005, kl. 16:47)
Vá þetta var svo gaman að ég get varla lýst því. Ég verð að játa að þetta var mín fyrsta utanlandsferð og er mjög ánægð með að hún hafi verið til Færeyja. Þetta var rosalega mikið ævintýri.! :D