Elstu börn leikskólans og 1. og 2. bekkur unnu saman í heimilisfræði fyrir stuttu. Viðfangsefnið að þessu sinni var að skapa grænmetis- og ávaxtakarl úr gúrku, gulrótum og perum með hjálp tannstöngla. Útkoman var fín og vakti mikla ánægju meðal nemendanna en sumir völdu að fara heim með afraksturinn á meðan aðrir gerðu honum góð skil í magann.
Meðan á þessu stóð var við hæfi að syngja saman: Gott er að borða gulrótina, grófa brauðið, steinseljuna …Þá fá allir mettan maga, menn þá verða alla daga eins og lömbin út í haga: Laus við slen og leti!!!