Forsíða
Á döfinni
Um skólann
Stefna Stórutjarnaskóla
Um breytt námsmat
Leikskólinn
Grunnskólinn
Tónlistardeild
Foreldrafélagið
 
Námsvísar
Stundaskrár
Skóladagatal
Þróunarstarf
 
Nemendur
Starfsfólk
Matseðill
Grenndarvitund
Umhverfi og lýðheilsa
 
Greiðslur til skólans
Sundlaug
Símanúmer
Vefpóstur
 
Önnur starfsemi
Eyðublöð


 
20. maí 2023 07:02

Vortónleikar Stórutjarnaskóla

Vortónleikar voru haldnir 17. maí og var sérstaklega vel mætt. Efnisskrá var fjölbreytt og skemmtileg þar sem flestir nemendur skólans komu fram. Marika var kynnir og samkvæmt hefðinni kynnti hún nemendur með nafni og bæjarnafni. Einnig voru þau Ármann nemendum til aðstoðar við flutning.

meira...
 

 
19. maí 2023 11:27

Innritun í tónlistardeild

 

Innritun er hafin í tónlistardeild fyrir komandi skólaár

og lýkur mánudaginn 22. maí.

 

Nánari upplýsingar gefur Marika Alavere s: 849 7735

meira...
 

 
27. apríl 2023 13:35

Talað við afreksfólk

Við höfum tvisvar í vetur fengið til okkar íþróttafólk í heimsókn eða viðtal þar sem nemendur fræðast um íþróttina, einstaklinginn og hvað er mikilvægt þegar fólk stefnir á atvinnumennsku í íþróttum.
Fyrst fengum við Tryggva Snæ Hlinason atvinnumann í körfubolta á Spáni til að spjalla við nemendur í gegnum netið um starfið sitt og lífið á Spáni. Síðan kom Hafdís Sigurðardóttir frjálsíþróttakona í heimsókn í skólann og ræddi við nemendur um ferilinn sinn í íþróttum og hversu nauðsynlegt það er að setja sér markmið og vinna að þeim hægt og rólega.  Það að ná árangri byggir á því að vinna að markmiðunum, horfa á takmarkið og gefast ekki upp. Myndir hér.

meira...
 

 
27. apríl 2023 13:23

Umhverfis- og lýðheilsuþing

Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni sem snýr að eflingu sjálfbærnimenntunar og umhverfisvitundar innan skóla.
Ísland hefur tekið þátt í verkefninu grein sem rekið er af Landvernd  á Íslandi síðan árið 2000. Stórutjarnaskóli var formlega kominn á græna grein árið 2009 og fyrsta Umhverfis- og lýðheilsuþingið var haldið árið 2010 og hefur verið haldið árlega síðan.  Skólar á grænni grein eru í daglegu tali kallaðir grænfánaskólar.

meira...
 

 
13. apríl 2023 11:58

Sjaldgæfur fugl týnir lífinu

Fimmtudaginn 13. apríl 2023 gerðist sorglegur en áhugaverður atburður hjá 1., 2. og 3. bekk. Klukkan var nýbúin að hringja inn í fyrsta tíma, þegar krakkarnir heyrðu hljóð sem var eins og snjókúla hefði lent í rúðunni. Allir þutu út að glugga til að athuga hvað þetta væri og sáu þá pínulítinn fugl á jörðinni. Krakkarnir vildu endilega skoða fuglinn. Þau fóru niður að sækja skófatnað og skelltu sér út að skoða. Fuglinn var greinilega dáinn en enginn í stofunni hafði nokkru sinni séð svona fugl áður. Þetta var glókollur, sem er minnsti fugl á Íslandi, býr í skógum og er nýjasti landneminn. Krökkunum fannst þetta mjög spennandi en sumum fannst sorglegt að hann skyldi deyja.

meira...
 

 
13. apríl 2023 10:36

Á skíðum

Nemendur grunnskóladeildar ásamt flestu starfsfólks skólans, skelltu sér á skíði í Hlíðarfjalli fimmtudaginn 23. mars. Lagt var af stað strax að loknum morgunverði með nesti til dagsins. Margt var í fjallinu en skipulagið gott svo allt gekk greiðlega. Veðrið hjálpaði líka til þannig að nemendur og starfsfólk nautu útiverunnar og hreyfingarinnar og komu til baka þreyttir en ánægðir í lok skóladags. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var þetta góður dagur. Myndir hér.

meira...
 

 
13. apríl 2023 09:44

Öskudagsskemmtanir

Öskudagsskemmtanir voru haldnar á öskudaginn 22. febrúar og 2. mars 2023. Að venju var mikið fjör og mikil stemning þegar nemendur og starfsfólk héldu upp á öskudaginn með því að klæðast búningum, slá köttinn úr tunnunni, dansa og leika sér saman. Öskudagsskemmtun yngri nemenda og starfsfólks var haldin á öskudaginn 22. feb. en eldri nemenda á félagsmálakvöldi 2. mars.

meira...
 

 
28. mars 2023 13:10

Stórutjarnaskóli hlaut Umhverfisverðlaun Þingeyjarsveitar

Umhverfisnefnd Þingeyjarsveitar gerir tillögu um úthlutun umhverfisverðlauna og í umsögn hennar segir: „Nærumhverfi skólans er vel við haldið og ásýnd staðarins til fyrirmyndar. Skipulag lóðarinnar ber þess merki að við hönnun hennar var lögð alúð rétt eins og við hönnun skólans. Saman skapar þetta fallega og snyrtilega heild sem umhverfisnefnd telur fulla ástæðu til að verðlauna.“
Fulltrúar Þingeyjarsveitar mættu á Umhverfis- og lýðheilsuþing Stórutjarnaskóla og tók Birna skólatjóri við verðlaunum fyrir hönd skólans. Myndir hér.

meira...
 

 
15. febrúar 2023 10:20 (1 lesandi hefur sagt álit sitt)

Íþróttir og annað sprikl

15. febrúar 2023 10:16

Blakheimnsókn

14. febrúar 2023 15:38

Þorrablót 2023

8. febrúar 2023 09:33

Dagur leikskólans

10. janúar 2023 16:04

Litlu-jól

3. janúar 2023 16:43

Dansvika

18. desember 2022 20:48

Sundlaug Stórutjarnaskóla

9. nóvember 2022 11:16

Árshátíð í lit

31. október 2022 14:19 (1 lesandi hefur sagt álit sitt)

Árshátíð Stórutjarnaskóla 2022

20. október 2022 11:40

Bleiki dagurinn

20. október 2022 11:37

Menningastund 12. október

20. október 2022 11:35

Góðan daginn „faggi“ Laugaborg 9. og 10. bekkur

20. október 2022 11:33

Heimsókn Lilju Óskar samtökunum ´78

30. september 2022 11:54

Evrópsk nýsköpunarverðlaun kennara

15. september 2022 17:04

Sáð í sárin

14. september 2022 09:36

Skólahlaup

12. september 2022 12:59

Fyrstu dagarnir

12. ágúst 2022 11:19

Skólasetning Stórutjarnaskóla verður mánudaginn 22. ágúst kl. 17:00

2. júní 2022 12:41

Sumarfrí

2. júní 2022 10:19

Sundlaug og bókasafn


eldri fréttir


SMÞMFFL
2526272829301
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
303112345
Október 2022

20. maí 2023

Vortónleikar Stórutjarnaskóla


19. maí 2023

Innritun í tónlistardeild


27. apr. 2023

Talað við afreksfólk


27. apr. 2023

Umhverfis- og lýðheilsuþing


13. apr. 2023

Sjaldgæfur fugl týnir lífinu


13. apr. 2023

Á skíðum


13. apr. 2023

Öskudagsskemmtanir


28. mar. 2023

Stórutjarnaskóli hlaut Umhverfisverðlaun Þingeyjarsveitar