Föstudaginn 3. september var ár liðið frá því að okkar stórkostlegi tónlistarkennari og vinur Jaan Alavere féll frá. Var af því tilefni afhjúpaður og blessaður minnisvarði um hann á lóð skólans. Minnisvarðinn er steinn sem kom ofan úr fjallinu ofan við Birkihlíð og segja fróðir menn að Jaan hafi sjálfur sent okkur steininn. Samkomunni stjórnaði Ólafur Arngrímsson. Hann sagði nokkur orð um Jaan, tildrög þess að hann og Marika komu til okkar og einnig um störf hans hér og í samfélaginu. Óli þakkaði einnig þeim sem komu að því að hanna skjöld og flytja steininn og koma honum fyrir. Marika afhjúpaði minnisvarðann og Sr. Jónína Ólafsdóttir flutti blessunar- og minningarorð. Þá bað Ási um orðið og minntist Jaans með hlýjum orðum. Að lokum sungu nemendur skólasönginn sem Jaan samdi við texta Anítu Þórarinsdóttur.
Við viljum þakka þeim fjölmörgu sem sáu sér fært að mæta og minnast Jaans með okkur á þessari fallegu samverustund. Öllum er að sjálfsögðu velkomið að koma að minnisvarðanum og minnast Jaans. Myndir hér.