13. september 2021 14:43 (1 lesandi hefur sagt álit sitt.)
Ólympíuhlaup ÍSÍ
Sprett úr spori
Nemendur frá fimm ára aldri og hluti starfsfólk skólans hlupu hið árlega Ólympíuhlaup ÍSÍ föstudaginn 10. september. Hlaupnar voru þrjár mislangar vegalengdir samkvæmt hefðinni, 2,5 km 5 km og 10 km og skiptist hópurinn nánast jafnt á vegalengdir. Hlaupið var að þessu sinni í Þórðarstaðaskógi og Lundsskógi. Þeir sem lengst hlupu byrjuðu á Illaugastaðabrúnni og hlupu út undir Mörk. Fimm km hlauparar störtuðu á mörkum Þórðarstaðaskógar og Lundsskógar og þeir sem hlupu 2,5 km hófu hlaup við Brekkubyggð. Allir skiluðu sér í mark við Mörk og var mikill kraftur í hlaupurum enda veðrið gott og umhverfið dásamlegt.
Ég vil hrósa nemendum fyrir góðan aðbúnað, þar sem langflestir voru í hentugum fatnaði og í góðum skóm. Myndir hér.