Lifandi náttúra - lífbreytileiki á tækniöld hlaut á dögunum evrópsk nýsköpunarverðlaun kennara. Stórutjarnaskóli er einn af 11 Grænfána-, leik- – og grunnskólum á Íslandi sem tóku þátt í verkefninu. Lifandi náttúra er safn verkefna sem tengjast á einhvern hátt lífbreytileika (líffræðilegri fjölbreytni) ætlað leikskólum og yngsta stigi grunnskóla. Verkefnin snúa að ræktun, lífbreytileika og henta útinámi vel. Unnið var með viðfangsefnið á fjölbreyttan máta þar sem hvert verkefni getur verið sjálfstætt verkefni eða hluti af stærri heild.
Námsefnisgerðin var styrkt af Erasmus+ verkefni Evrópusambandsins, Arcimedes sjóðnum í Eistlandi og Sprotasjóði og er Námsefnið gefið út af Landvernd undir merkjum Skóla á grænni grein í samvinnu við Menntamálastofnun. Eitt verkefnið í rafbókinni var framlag Stórutjarnaskóla í verkefnavinnunni. Þátttökulöndin voru auk Íslands; Eistland, Lettland og Slóvenía.