Vikuna 28. nóvember til 2. desember var dansvika og að venju kom Kara Arngrímsdóttir til okkar. Hver kennsluhópur grunnskóladeildar fékk tvær dansæfingar á dag og má segja að flestir hafi haft mjög gaman af. Nemendur leikskóladeildar voru duglegir að koma og horfa og tóku einnig aðeins þátt í dansinum. Allir stóðu sig með mikill prýði.
Kara hefur komið eina viku á ári til okkar, með örfáum undantekningum, frá því veturinn 1988-1989 og kemur vonandi til okkar einhver ár í viðbót. Danssýning var svo haldin föstudaginn 2. desember og nú var hægt að bjóða gestum og voru þó nokkrir sem lögðu leið sína til okkar, studdu nemendur, fengu að taka þátt í lokadansinum og þáðu kaffisopa að sýningu lokinni. Við þökkum kærlega fyrir komuna. Á meðfylgjandi myndum má sjá að nemendur lögðu sig alla fram og hægt er að fullyrða að margir sýndu ótrúlegar framfarir á dansgólfinu þessa viku. Myndir hér.