Velferð nemenda
Starfsfólk Stórutjarnaskóla telur það skyldu sína að hafa vakandi auga með líðan og velferð nemenda. Mikilvægt er að foreldrar láti vita ef börn þeirra eru vansæl í skólanum því samvinna allra viðkomandi aðila er forsenda þess að aðgerðir til úrbóta beri árangur.
Fyrir hvern námshóp eru skipaðir tengiliðir sem hafa umsjón með félagsstarfi námshópsins utan skóla. Nöfn og símanúmer tengiliða er að finna á vefsíðu skólans (www.storutjarnaskoli.is) undir liðnum Foreldrafélagið.
Samskipti
Samskipti fara fram með ýmsum hætti t.d. á heimasíðu, með tölvusamskiptum, símtölum, námsáætlunum og foreldradögum. Foreldradagar eru tveir, sá fyrri í október og sá síðari í tengslum við annaskipti og miðsvetrarpróf. Auk þess eru foreldrafundir yngri nemenda á haustin.
Ennfremur reynir skólinn að bjóða upp á fræðsluerindi fyrir foreldra og starfsfólk skólans um eitthvað sem lýtur að uppeldi og skólastarfi.
Foreldraheimsóknir
Foreldrar eru alltaf velkomnir í skólann til að kynna sér starfið og fylgjast með námi barna sinna. Þeir eru hvattir til að hafa um það samráð við umsjónakennara barnsins síns. Foreldrum ber að gæta trúnaðar um það sem þeir kunna að verða áskynja í skólanum um önnur börn en sín eigin.
Foreldrafélag
Við skólann er starfandi foreldrafélag, sem starfar samkvæmt eigin lögum, sjá heimasíðu.