Forsíða
Á döfinni
Um skólann
Stefna Stórutjarnaskóla
· Ein stofnun - þrír skólar
· Samþætting skólastiga
· Samstarf heimilis og skóla
· Umhverfis- og lýðheilsustefna
· Jafnréttisstefna Stórutjarnaskóla
· Umgengni og skólareglur
· Aðlögun og útskrift
· Sérfræðiþjónusta
· Lestrarstefna
· Um námsmat
· Forvarnir
· Eineltisáætlun
· Áföll og viðbrögð við þeim
· Heilsuvernd nemenda
· Hefðir í skólastarfi
· Bókasafn
· Mötuneyti
· Um mat á skólastarfi
· Áætlun um sjálfsmat
· Starfsmanna- og endurmenntunarstefna
· Persónuverndarstefna
Um breytt námsmat
Leikskólinn
Grunnskólinn
Tónlistardeild
Foreldrafélagið
 
Námsvísar
Stundaskrár
Skóladagatal
Þróunarstarf
 
Nemendur
Starfsfólk
Matseðill
Grenndarvitund
Umhverfi og lýðheilsa
 
Greiðslur til skólans
Sundlaug
Símanúmer
Vefpóstur
 
Önnur starfsemi
Eyðublöð


 

samstarf heimilis og skóla

 

 
Foreldrar og forráðamenn bera ábyrgð á uppeldi barna sinna. Skylda þeirra er að sjá til þess að börnin sæki skóla og að þau séu sem móttækilegust fyrir þeirri menntun sem skólinn annast. „Hlutverk grunnskólans er í samvinnu við heimilin að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun“ (sbr. 2. grein grunnskólalaga).
Samstarf heimila og skóla, gagnkvæm virðing og traust, stuðla að velferð og vellíðan okkar allra. Samábyrgð er mikilvæg og gott upplýsingastreymi, svo og að starfsfólk skólans og foreldrar beri gagnkvæmt traust hvert til annars og geti í fullum trúnaði rætt málefni barnsins.

 

Velferð nemenda
 

Starfsfólk Stórutjarnaskóla telur það skyldu sína að hafa vakandi auga með líðan og velferð nemenda. Mikilvægt er að foreldrar láti vita ef börn þeirra eru vansæl í skólanum því samvinna allra viðkomandi aðila er forsenda þess að aðgerðir til úrbóta beri árangur.
Fyrir hvern námshóp eru skipaðir tengiliðir sem hafa umsjón með félagsstarfi námshópsins utan skóla. Nöfn og símanúmer tengiliða er að finna á vefsíðu skólans (www.storutjarnaskoli.is) undir liðnum Foreldrafélagið.

 

Samskipti

 
Samskipti fara fram með ýmsum hætti t.d. á heimasíðu, með tölvusamskiptum, símtölum, námsáætlunum og foreldradögum. Foreldradagar eru tveir, sá fyrri í október og sá síðari í tengslum við annaskipti og miðsvetrarpróf. Auk þess eru foreldrafundir yngri nemenda á haustin.
Ennfremur reynir skólinn að bjóða upp á fræðsluerindi fyrir foreldra og starfsfólk skólans um eitthvað sem lýtur að uppeldi og skólastarfi.

 

Foreldraheimsóknir

 
Foreldrar eru alltaf velkomnir í skólann til að kynna sér starfið og fylgjast með námi barna sinna. Þeir eru hvattir til að hafa um það samráð við umsjónakennara barnsins síns. Foreldrum ber að gæta trúnaðar um það sem þeir kunna að verða áskynja í skólanum um önnur börn en sín eigin.

 

Foreldrafélag

 
Við skólann er starfandi foreldrafélag, sem starfar samkvæmt eigin lögum, sjá heimasíðu.


SMÞMFFL
272829303112
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
1234567
September 2023

20. maí 2023

Vortónleikar Stórutjarnaskóla


19. maí 2023

Innritun í tónlistardeild


27. apr. 2023

Talað við afreksfólk


27. apr. 2023

Umhverfis- og lýðheilsuþing


13. apr. 2023

Sjaldgæfur fugl týnir lífinu


13. apr. 2023

Á skíðum


13. apr. 2023

Öskudagsskemmtanir


28. mar. 2023

Stórutjarnaskóli hlaut Umhverfisverðlaun Þingeyjarsveitar