Forsíða
Á döfinni
Um skólann
Stefna Stórutjarnaskóla
Um breytt námsmat
Leikskólinn
Grunnskólinn
Tónlistardeild
Foreldrafélagið
 
Námsvísar
Stundaskrár
Skóladagatal
Þróunarstarf
 
Nemendur
Starfsfólk
Matseðill
Grenndarvitund
Umhverfi og lýðheilsa
· Umhverfisnefnd
· Tæmarar
· Menningar- og allsherjarstundir
· Flokkuknarreglur
· Umsókn & skýrsla 2013
· Umsókn & skýrsla 2011
· Fæðukönnun 2012-2013
· Hreyfing-Lestur-Skjár Könnun Feb 2014
 
Greiðslur til skólans
Sundlaug
Símanúmer
Vefpóstur
 
Önnur starfsemi
Eyðublöð


 

Hlutverk og fundargerðir Tæmara 


Hlutverk:

Að vera fulltrúi síns bekkjarhóps í öllum þeim málum sem til falla.

Að halda á lofti þeim málum sem eru í brennidepli hverju sinni.

Að sjá um að tæma fötur sem geyma bappírsafganga sem til falla og eru hvítir í sárið.

 

Bakhópur nemenda (tæmarar) 2010 – 2011

 

Aðalfulltrúi: Sigurbjörg  Arna

 

Hópur 1: Kristján Davíð

                        Marge til vara

 

Hópur 2: Marit

                        Eyþór Kári til vara

 

Hópur 3: Sandra Sif

                        Ingi Þór til vara

 

Hópur 4: Sóley Hulda

                        Bjarni til vara

 

 

 

 

 

Tæmarafundur

21. febrúar 2011

11:00- 11:30

Fundargerð

Mætt voru Kristján Davíð, Sandra Sif, Marit, Rebekka Lind, Sóley Hulda, Sigurbjörg og Sigrún.

1.       Og eina mál: Farið var í gegnum verkefni sem nemendur höfðu útbúið fyri rumhverfisþing og hver og einn æfði sína ræðu með glærukynningu. Innihald verkefnisins voru mikilvægar tímasetningar í grænfánaferlinu frá upphafi.

 

Fundarritari Sigrún

 

 

 

Tæmarafundur

16. febrúar 2011

13:00- 13:30

Fundargerð

Mætt voru Kristján Davíð, Sandra Sif, Marit, Rebekka Lind, Sóley Hulda, Sigurbjörg og Sigrún.

1.       mál: Umhverfisþing rætt og tónlistaratriði ákveðið.  Ákveðið var að kórinn ásamt hljóðfæraleikurum myndi leiða fjöldasöng með lagið Grasið grænkar.  Tæmarar fengu í hendur dagskrá umhverfisþings og lista yfir mikilvægar dagsetningar í ferli umhverfismála í Stórutjarnaskóla.  Farið var yfir listann og skrifaðir punktar um það hvernig segja ætti frá hverju. 

2.       mál: Ákveðið að setja upp hugmyndakassa aftur og einnig að setja upp spjöld þar sem fólk er minnt á að spara pappír og sápu.  Þau voru svo sett upp á baðherbergjum.  Sett var fram hugmynd um að skipta út sápuskammtara fyrir froðuskammtara.  Ákveðið að fara í að finna hugmyndakassa og gera spjöld eftir hádegi á fimmtudag.

 

 Fleira ekki gert og fundi var slitið klukkan 13:30.  Næsti tæmarafundur ákveðinn eftir hádegi á fimmtudag 21. febrúar.

 

Fundarritari var Sigurbjörg Arna

 

 

Fundargerðir:

Tæmarar
 

2. fundur 7. febrúar 2011 kl 12:50

 

Fundinn sátu: Sigurbjörg Arna, Sóley Hulda, Bjarni, Sandra Sif, Ingi Þór, Marit, Eyþór Kári, Kristján Davíð og Marge. Að auki sat Sigrún fundinn.

 

1.      Meginmál fundarins var að útskýra og skipuleggja verkefni lýðheilsu. Í morgun var fundur á sal með nemendum í 7. – 10. bekk og þar kom fram að flestir nemendur töldu að eðlilegast væri að byrja með umfjöllun um svefn. Á þessum fundi var greint frá því og voru nefndarmenn því samþykkir. Eftir nokkrar umræður og bollaleggingar lá fyrir að ekki eru nema 9 – 10 vikur aftir af vetrarstarfinu sem hægt er með góðu móti að nýta í skipulagt lýðheilsustarfstarf. Ef lýðheilsu málaflokknum yrði skipt upp í fjögur umjöllunarefni væri því hægt að vinna með hvert efni í 2 vikur. Flokkarnir yrðu þá þessir:

A)     Svefn og geðheilsa, jákvæð hugsun eða neikvæð

B)     Mataræði

C)     Hreyfing og útivera

D)     Hreinlæti og tannheilsa

Þegar rætt var nánar um hvað og hvernig hægt væri að vinna komu fram hugmyndir um rannsóknir á svefnvenjum nemenda, hve mikið er sofið, taka fyrir eina viku hverju sinni og skrá svefntíma. Einnig væri hægt að búa til samanburða hópa, annar reyndi að sleppa svefni á meðan hinnn reyndi að sofa sem allara mest. Gera svo vamanburð á líðan nemendanna, hvenig greina þeir efleiðingar og svo framvegis. Þetta sýndist vera spennandi nálgun á efninu.

 

2.      Sigrún minnti hópinn á þeirra ábyrgð í sínum stofum, kennarar sem og allir aðrir þurfa aðhald, að tæmarar verði til staðar og minni á ef þeim sýnist einhverjir gleyma sér t.d. við ljósritun, að pappír sé nýttur báðu meginn og fl. Hún ræddi einnig um mikilvægi jákvæðninnar og sýndi fram á tengsl á milli jákvæðni og vinsælda meðal nemenda.

 

Fundi slitið 13:30

 

Fundarritari: Sigrún Jónsdóttir

 

 

1. fundur nemenda 19. október 2010

 

Tæmarar, - kl 12:50

 

Fundinn sátu: Sigurbjörg Arna, Sóley Hulda, Bjarni, Sandra Sif, Ingi Þór, Marit, Eyþór Kári, Kristján Davíð og Marge. Að auki sat Sigrún fundinn.

 

1.      Sigrún bauð nemendur velkomna til starfa í umhverfisnefnd nemenda og sagði þeim jafnfram frá því hve mikil þeirra ábyrgð væri. Fór yfir hlutverk fulltrúanna, að þeir ættu að sjá um að tæma endurvinslupappírsfötur og að miðla upplýsingum til félaga sinna. Þá væri mikilvægt að allir væru vakandi yfir umhverfismálum og héldu þeim á lofti. Sigurbjörg Arna Stefánsdóttir er fulltrúi nemenda í stóru nefndinni, Sóley Hulda er aðal fulltrúi í hóp IV, Bjarni Hauksson til vara, Sandra Sif Agnarsdóttir fulltrúi í hóp III, Ingi Þór Halldórsson til vara, Marit Alavere fulltrúi í hóp II, Eyþór Kári Ingólfsson til vara, Kristján Davíð Björnsson fulltrúi í hóp I og Marge Alavere til vara.

 

2.      Sagt var frá sáttmálanum sem þarf að búa til svo hægt verði að að sækja um grænfánann nú í haust. Sigrún las upp drög sem unnin eru upp úr þeim áhersluatriðum sem nemendur, starfsmenn og foreldrar settu fram sl. vor.

 

3.      Rætt var um að búa til nýjar merkingar og áminningar í staðinn fyrir þær sem teknar hafa verið niður í sumar. Þar þarf að hvetja til sparnaðar og nýttni, góðrar umgengni og þ.h.

 

Fundi slitið 13:30

 

Fundarritari: Sigrún Jónsdóttir

 

 


SMÞMFFL
2627281234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
2345678
Mars 2023

28. mar. 2023

Stórutjarnaskóli hlaut Umhverfisverðlaun Þingeyjarsveitar


20. mar. 2023

Umhverfis- og lýðheilsuþing Stórutjarnaskóla 21. mars 2023


15. feb. 2023

Íþróttir og annað sprikl


15. feb. 2023

Blakheimnsókn


14. feb. 2023

Þorrablót 2023


8. feb. 2023

Dagur leikskólans


10. jan. 2023

Litlu-jól


3. jan. 2023

Dansvika