Forsíða
Á döfinni
Um skólann
Stefna Stórutjarnaskóla
Um breytt námsmat
Leikskólinn
Grunnskólinn
Tónlistardeild
Foreldrafélagið
 
Námsvísar
Stundaskrár
Skóladagatal
Þróunarstarf
 
Nemendur
Starfsfólk
Matseðill
Grenndarvitund
Umhverfi og lýðheilsa
· Umhverfisnefnd
   ·  Fundarg. 2020-21
   ·  Fundarg. 2019-20
   ·  Fundarg. 2018-19
   ·  Fundarg. 2017-18
   ·  Fundarg. 2016-17
   ·  Fundarg. 2015-16
   ·  Fundarg. 2014-15
   ·  Fundarg. 2013-14
   ·  Fundarg. 2012-13
   ·  Fundarg. 2011-12
   ·  Fundarg. 2010-11
   ·  Fundarg. 2009-10
   ·  Eldri fundargerðir
· Tæmarar
· Menningar- og allsherjarstundir
· Flokkuknarreglur
· Umsókn & skýrsla 2013
· Umsókn & skýrsla 2011
· Fæðukönnun 2012-2013
· Hreyfing-Lestur-Skjár Könnun Feb 2014
 
Greiðslur til skólans
Sundlaug
Símanúmer
Vefpóstur
 
Önnur starfsemi
Eyðublöð


 

Fundargerðir Umhverfis- og lýðheilsunefndar 2013-2014  


  

Fundargerðir umhverfisnefndar Stórutjarnaskóla:

 

 

 

Sjötta fundargerð umhverfis- og lýðheilsunefndar Stórutjarnaskóla

1. apríl 2014 Kl. 10:10

 

Mætt:  Sigrún Jónsdóttir,  Nanna Þórhallsdóttir, Ósk Helgadóttir, Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri,  Vagn Sigtryggsson, fulltrúi foreldra, Aðalheiður Kjartansdóttir, Ólafur Arngrímsson og fyrir hönd nemenda Dagbjört Jónsdóttir, Sandra Sif, Unnur Olsen, Haraldur Andri, Grete Alavere og Gunnar Marteinsson. Fulltrúi starfsmanna leikskóla var fjarverandi vegna veikinda.

 

1.      mál: Gátlistar. Sigrún fór yfir gátlista Grænfánaskóla um umhverfismál. Almennt hafa allir þættir þokast vel fram á við. Nanna fór yfir gátlista heilsueflandi skóla. Almennt þokkalegt ástand, mataræði og hreyfing stendur þó allra best. – Öryggismál, áfengi o.fl., þ.e. forvarnarmál mætti þó sennilega taka fastari tökum.

 

2.      mál: Könnun nemenda, hvenær verður könnunin lögð fyrir? Ákveðið að vikuna 5. – 10. maí verði hreyfi, lestrar- og skjánotkunarkönnunin lögð fram í annað sinn og innheimt í síðasta lagi miðvikudaginn 14. maí.

3.      mál: Næsti fundur verður trúlega ekki fyrr en næsta haust, en verður auglýstur aftur ef ástæða verður til fyrir skólalok. Nemendur verða þó kallaðir saman áður.

4.      Önnur mál: Engin

5.      mál: Helgi Pálsson frá Gámaþjónustu Norðurlands ehf og Arngrímur Sverrisson frá Gámaþjónustunni mættu á fund 10:30. Rætt var um flokkun og sorphirðu á vegum gámaþjónustanna.

 

Fundi slitið kl 10:50 en framhaldsumræður á sal kl 11:05 þar sem allir nemendur og starfsfólk voru viðstaddir.

 

Fundarritari: Ólafur Arngrímsson

 

 

Fimmta fundargerð umhverfis- og lýðheilsunefndar Stórutjarnaskóla

7. mars 2014 Kl. 11:50

 

Mætt:  Sigrún Jónsdóttir,  Nanna Þórhallsdóttir, Lára Svavarsdóttir, Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri,  Vagn Sigtryggsson, fulltrúi foreldra, Aðalheiður Kjartansdóttir, Ólafur Arngrímsson og fyrir hönd nemenda Dagbjört Jónsdóttir, Sandra Sif, Unnur Olsen, Haraldur Andri og Katrín Ösp.

 

1.       Farið var yfir umhverfis- og lýðheilsuþingið sem haldið var 19. febrúar s.l.  Almennt tókst þingið vel og voru allir sammála um að efni þingsins hefði verið sérlega áhugavert og fyrirlestrar góðir.  Fundarmönnum þótti hins vegar slælega mætt af fólki utan skólans.  Mikið var rætt um hvernig hægt væri að fá fólk til að mæta betur, hvort annar tími væri heppilegri o.s.frv.  Engin niðurstaða.

 

2.       Rætt um lýðheilsukönnunina sem skýrt var frá á þinginu.  Ákveðið að leggja hana aftur fyrir undir vorið og svo hið þriðja sinn í haust.  Niðurstöður fyrstu fyrirlagnar má sjá á heimasíðu skólans.

 

3.       Nú er komin ný gerð af munnþurrkum í mötuneytið.  Þær eru úr endurunnum og óbleiktum pappír sem unnin er úr mjólkurfernum.  Jákvætt mál að mati nefndarinnar.

 

4.       Varðandi starf nefndarinnar framundan þá mun næst á dagskrá að fara yfir gátlistana sem eru fylgifiskar Grænfánaverkefnisins og Heilsueflandi skóla.  Eins er á dagskrá að setja glærur Sigrúnar Helgadóttur úr fyrirlestri hennar um sjálfbærni, inn á heimasíðu skólans.

 

5.       Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi sorpmálin í sveitarfélaginu.  Sérstök nefnd vinnur að málinu og er vonast eftir tillögum fljótlega.

 

6.       Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 1. apríl kl 10:10.

 

  

Fundarritari: Ólafur Arngrímsson

 

 

Fjórða fundargerð umhverfis- og lýðheilsunefndar Stórutjarnaskóla 13. jan.“14  kl 13:10

Mættir: Dagbjört, Sandra Sif, Unnur Olsen, Gunnar Marteinss. Haraldur Andri, Katrín Ösp, Guðný Björg, Aðalheiður, Sigrún, Ólafur, Nanna, Ósk, Vagn og Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri

 

1.      mál: Könnun nemenda og starfsfólks. Ákveðið var á síðasta fundi að Nanna og Sigrún hefðu fund með nemendum í nefndinni til að skipuleggja og ræða fyrirkomulag væntanlegrar könnunar. Sá fundur var haldinn í síðustu kennsluviku fyrir jól og Nanna lagði fram hugmynd af eyðublaði og gerði grein fyrir þeim fundi. Ákveðið var að leggja fram könnun meðal nemenda og starfsfólks, könnunin tæki eina viku og yrði gerð í vikunni að loknum miðsvetrarprófum, 27. janúar til 2. febrúar.

 

2.      Mál. Umhverfisþing  miðvikudaginn 18. febrúar. Rætt var um drög að dagskrá, þar yrðu þrennskonar atriði, auk tónlistaratriða, og hreyfistundar. Eitt hlé og boðið upp á vatn, kaffi , te og ávexti. Aðalfulltrúar nemenda í umhverfis- og lýðheilsunefndinni segðu frá og kynntu niðurstöður könnunar, fulltrúi sveitarstjórnar gerði grein fyrir stöðu sorpmála og flokkunar í Þingeyjarsveit og Sigrún Helgadóttir verður með fyrirlestur um sjálfbærni.

 

Önnur mál:

Heiða sagði frá því að í næstu viku verður skipt um uppþvottavél í eldhúsinu og þar með yrði líka tekið í notkun umhverfisvænt þvottaefni. Einnig verðu prufað að nota öðruvísi munnþurrkur sem unnar eru úr mjólkurfernum en þar sem þeir standar sem þeim fylgja eru stóri um sig verður gerð tilraun með að hafa bara stand með munnþurrkum til hliðar við diskastafla og þar hefði fólk aðgang að þeim eftir þörfum.

Sigrún vakti máls á lélegu ástandi grænfánans, en eins og aðrir fánar Landverndar hefur þessi mjög gefið eftir í stríðum stormum vetrarins. Ákveðið að hafa skipti við hentugt tækifæri.

 

Næsti fundur ekki ákveðinn en fundað verður eftir þörfum fram að þingi í minni einingum.

 

Fundi slitið kl: 13:55

 

Fundarritari: Guðný Björg Bjarnadóttir

Sigrún Jónsdóttir ritar á netið

 

 

 

Þriðja fundargerð umhverfis- og lýðheilsunefndar Stórutjarnaskóla 2. desember 2013 kl 10:10

 

Mættir: Dagbjört, Sandra Sif, Unnur Olsen, Gunnar Marteinss. Haraldur Andri, Katrín Ösp, Guðný Björg, Sigrún, Ólafur, Nanna, Ósk, Vagn og Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri

 

1.      mál: Svarbréf sveitarstjórnar. Sigrún gerði grein fyrir svari og þar kom fram að sveitarstjórn hefur skipað Dagjörtu Jónsdóttur sveitarstjóra fulltrá sinn í umhverfis- og lýðheilsunefnd Stórutjarnaskóla. Fulltrúar kynntu sig.

 

2.      Mál. Umræður um flokkun og fleira. Hver er staðan? Sveitarstjóri útskýrði núverandi stöðu í sorpmálum sveitarfélagsins. Gámasvæðin eru óvöktuð og illa um gengin. Fyrirhugaðar eru breytingar í sorpmálum í sveitarfélaginu og er nú verið að reikna út kostnað við hina ýmsu möguleika. Fram komu margar hliðar málsins og m.a. bent á að mikilvægt væri að fá fleiri gáma t.d. undir gler og flísar.

 

3.      mál: Rannsókn nemenda í vetur. Sigrún lagði til að hafður yrði sér fundur með fulltrúum nemendum í hópi 2 og upp úr ásamt nokkrum fullorðnum til að móta könnun. Þetta yrði gert nú í desember.

 

 

4.      mál: Umhverfisþing miðvikudaginn 19. febr n.k. Hugsanleg dagskrá: Niðurstaða könnunar nemenda, Sigrún Helgadóttir með fyrirlestur um sjálfbærni og erindi frá sveitarstjórn um stöðu sorpmála og flokkunar í sveitarfélaginu.

 

Næsti fundur mánudaginn 13. janúar 2014 kl 13:10

 

Fundi slitið kl: 10:45

 

Fundarritari: Ólafur Arngrímsson

Sigrún Jónsdóttir ritar á netið

 

 

 

Önnur fundargerð umhverfis- og lýðheilsunefndar Stórutjarnaskóla 8. nóvember 2013 kl 12:50

 

Mættir: Dagbjört, Sandra Sif, Unnur Olsen, Gunnar Marteinss. Haraldur Andri, Grete, Guðný Björg, Sigrún, Nanna, Ósk, Vagn og Ólafur

Grete mættu í forföllum Katrínar Aspar

 

1.      mál: Myndataka, hópmynd.  Að því búnu setti Sigrún fund og bauð nýjan fulltrúa foreldra, Vagn Sigtryggsson velkominn.

 

2.      mál: Rannsóknarefni vetrarins. Rætt var um að einhverja rannsóknar-könnun þyrfti að gera í vetur og ákveðið að fara að tilmælum nemenda og rannsaka tvennt. Annars vegar hreyfingu og hins vegar hve langan tíma nemendur sætu við sjónvarp eða tölvu daglega, hvoru tvegga eftir skóla. Þar sem nokkuð er liðið á nóvembermánuð var ákveðið að undirbúa verkefnið fyrir jól og leggja könnunina fyrir í janúar.

3.      mál: Ólafur sagði frá umfjöllunarefni „súpufundar“ sem fór fram í skólanum sl. mánudagskvöld. Gestir þess fundar voru Sigríður Sverrisdóttir formaður umhverfisnefndar Grenivíkurskóla og Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, einnig Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri Þingeyjarsveitar og Ásvaldur Þormóðsson formaður skipulags- og umhverfisnefndar. Sigríður og Guðný sögðu frá samstarfi sveitarstjórnar og umhverfisnefndar á Grenivík, sveitarstjórn leggur til fulltrúa sinn í nefndina. Umhverfis- og lýðheilsunefnd Stórutjarnaskóla horfir mjög til þessa samstarf og telur það til eftirbreytni.

4.      mál: Ákveðið var að Ólafur og Sigrún ásamt nokkrum nemendum kæmu saman á næstu dögum til að skrifa bréf til sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar og óska þar eftir samstarfi.

5.      mál: Næsta umhverfisþing verður haldið 19. febrúar 2014 og því tímabært að huga að efni. Sjálfgefið að nemendur verði þá tilbúnir með niðurstöður úr nemendakönnuninni og kynni hana. Ólafur ætlar að hafa samand við Sigrúnu Helgadóttur sem hefur verið með fyrirlestur um sjálfbærni en einnig komu fram ábendingar um að kynna þyrfti betur hvað verður um flokkað sorp.

6.      mál: Ákveðið að næsti fundur og jafnfram sá síðasti á þessu ári yrði mánudaginn 2. desember kl 13:10

7.       Önnur mál: Moltutunnan Jóhanna er að verð afull og því þarf að kaupa aðra Jóhönnu. Sigrún fer í málið.

 

Fundi slitið kl: 13:30

 

Fundarritari: Sigrún Jónsdóttir

 

 

 

 

 

Fundargerð 1. fundar umhverfis- og lýðheilunefndar Stórutjarnaskóla 2013 – 2014,

30. september 2013 kl 13:10

Mættir: Dagbjört, Marit, Unnur Olsen, Gunnar Marteinss. Haraldur Andri, Katrín Ösp, Guðný Björg, Aðalheiður, Sigrún, Nanna, Lára og Ólafur

 

1.       Mál: Búið er að ganga frá nýrri umhverfis- og lýðheilsunefnd fyrir skólaárið 2013 – 2014

Leikskóli: Gunnar til vara Daníel Orri

·         1. og 2. bekkur: Katrín Ösp. Til vara: Grete

·         3. og 4. bekkur: Haraldur Andri. Til vara: Þórunn og Kristján Örn

·         5. og 6. bekkur: Unnur Olsen. Til vara: Árný Olsen

·         7. og 8. bekkur: Dagbjört.  Til vara: Unnur

·         9. og 10. bekkur: Sandra Sif. Til vara Marit og Eygló Björk

Starfsfólk. Sigrún formaður

Leikskóli: Guðný Björg

Húsvörður/blönduð störf: Lára og Ósk til skiptis

Kennarar grunn- og tónlistarskóla: Nanna

Matráðar: Aðalheiður

Stjórnendur: Ólafur

Foreldrar: Vagn  í Hriflu og Sigurlína á Stóruvöllum til vara

2.       Mál. Formaður bauð nýja fulltrúa velkomna, setti þá inn í störf nefndarinnar og lagði drög að vinnubrögðum vetrarins.

3.       Helstu mál vetrarins. Fylla út gátlista sem gefur til kynna stöðu umhverfismála innan skólans. Lýðheilsulisti var fylltur út í haust af starfsfólki.

4.       Rætt um efni næsta umhverfis- og lýðheiluþings, - forvarnir – jafnrétti o.fl. var nefnt.

5.       Nanna gerði grein fyri rniðurstöðum gátlista sem starfsfólkið svaraði um heilsueflandi þáttinn. Ákveðið að fara líka yfir niðurstöður á starfsmannafundi. Nemendur höfðu áhuga á að vinna með hreyfingu, fullorðinir frekar með geðrænt.

6.       Ákveðið að nemendur fengu úrdrátt hverrar fundargerðar til að segja frá í sínum hópum.

 

Fundi slitið kl 13:58

 

Fundarritari Ólafur

 

 

 

 


SMÞMFFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031123
45678910
Ágúst 2022

12. ágú. 2022

Skólasetning Stórutjarnaskóla verður mánudaginn 22. ágúst kl. 17:00


2. jún. 2022

Sumarfrí


2. jún. 2022

Sundlaug og bókasafn


27. maí 2022

Vordagar


18. maí 2022

Í mörgu að snúast hjá elstu nemendunum


16. maí 2022

Afmælishátíð


16. maí 2022

Umhverfis- og lýðheilsuþing og vortónleikar


22. apr. 2022

Gleðilegt sumar