Fundargerðir Umhverfis- og lýðheilsunefndar 2015-2016
5. fundar í umhverfis- og lýðheilsunefndinni 4. febrúar 2016 kl 14:40 – 15:20
Mættir: Sigrún, Vagn, Lára, Hanna Berglind, Nanna, Eyþór, Aðalheiður, Agnes, Björn Rúnar, Tómas Karl, Unnur Jónasd., Katla María, Elvar Logi og Ólafur.
1. mál: Vistheimtarverkefni. Getum við gert eitthvað til að græða upp landssvæði sem hefur raskast? Getum við endurheimt vistkerfi á svæðum þar sem nú er auðn? Ákvörðun og undirbúningur. Rætt var að vilji væri fyrir því að taka þátt í verkefni Landverndar en fyrst þyrfti að finna mögulegt land undir verkefnið. Sigrún sendi fyrirspurnir til Landverndar og fékk þau svör að langbest væri að sem allra minnstur gróður væri á svæðinu en það má samt alveg vera svolítið en að svæðið væru samt örfoka og enginn samfelldur gróður. Þar sem verkefnið er hugsað til einhverra ára og hver árgangur þarf ca 200 m2 væri gott að miða við a.m.k. 1/2 hektara. Best væri að þetta væri afgirt svæði svo ekki verði mikil beitaráhrif. Ákveðið að kanna Krossmel, Hálsmela og fl. en bíða verður til vors eða þar til snjóa leysir.
2. mál: Nýtt fyrirkomulag sveitarfélagsins varðandi skil á flokkuðu efni. Getum við eitthvað lagt til mála, t.d. varðandi neyslu:Hverjar eru þarfir okkar? Þurfum við allan þennan mat, föt, hluti? Hvaðan kemur þetta allt? Hvað verður um það sem við erum hætt að nota? Rætt var hvað við gætum gert og ákveðið að skoða endurútgáfu á bæklingi sem skólinn sendi frá sér fyrir fáeinum árum. Þar mætti bæta inn upplýsingum um endurnýtingu á fötum og öðrum vefnaðarvörum.
3. mál: Rannsókn, matarsóun, hvernig miðar? Vigtun og mælingar ganga samkvæmt áætlun. Ekki virðist vera umtalsverð sóun á mat, u.þ.b. 300 – 1200 gr á dag. Eftir er að kanna málið í eina viku enn.
4. mál: Umhverfis- og lýðheilsuþing 5. apríl. Drög að dagskrá: a) Matarsóun, verkefni og niðurstöður b) Ása Aradóttir, prófessor verði gestafyrirlesari en hennar rannsóknaáherslur eru á vistheimtarfræði c) Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri ræðir um breytta sorphirðu í sveitarfélaginu og d) sagt verður frá vistheimtarverkefni, samstarfi við Landgræðsluna. Tónlistardeildin er farin að skoða lög sem nemendur koma til með að syngja.
Rætt var hvort nemendur færu út í póskortagerð fyrir umhverfis- og lýðheilsuþingið? Hafa jafnvel eitthvert þema? Nemendur virtust ekki yfirmáta spenntir en ákveðið að hugsa málið betur.
5. mál: Mynskreyting fyrir umhverfis- og lýðheilsusáttmálann er hafin, fer fram í tímum hjá hóp 3 undir stjórn Álfheiðar.
6. mál: Annað? Hanna Berglind benti á að febrúar er plastlaus mánuður, æskilegt að fólk reyndi að komast hjá því að kaupa plastpoka undir innkaupavörur.
Fleira ekki
Fundi slitið kl 15:20.
Ritari á heimasíðu: Sigrún
4. fundur umhverfis- og lýðheilsunefndar 7. janúar 2016 kl 14:40 – 15:20
Mættir: Nanna, Sigrún, Lára, Agnes, Vagn, Unnur J., Katla María, Tómas Karl, Grete, Ólafur og Dagbjört sveitarstjóri.
1. Sigrún setti fund og fór yfir markmið umhverfis- og lýðheilsunefndar 2014 – 2016.
2. Rannsókn á matarsóun fer fram í janúar og febrúar, alls á fjórum vikum, hefst mánudaginn 18. jan. Hver hópur vigtar matarúrgan frá nemendum og starfsfólki í eina viku. Útbúnir verða listar yfir starfsmenn sem aðstoða nemendur við vigtun hverju sinni og einnig verða útbúin aðgengileg skráningarblöð.
3. Umhverfissáttmáli skólans. Rætt um að hópur þrjú vinni mynd með umhverfissáttmálanum út frá hugmyndum sem komu fram á aukafundi með nemendum í umhverfis- og lýðheilsunefnd og Sigrúnu í nóvember sl. Myndin verði m.a. unnin í myndmenntatímum og smíðatímum.
4. Umhverfis- og lýðheilsuþing 5. apríl nk. Rætt um dagskrá næsta þings, rætt um sóun og matarsóun sérstaklega, Ása Aradóttir, prófessor verði gestafyrirlesari en hennar rannsóknaáherslur eru á vistheimtarfræði, Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri ræðir um breytta sorphirðu í sveitarfélaginu og sagt verður frá tilraunareitum, samstarfi við Landgræðsluna. Tónlistardeildin er farin að skoða lög sem nemendur koma til með að syngja.
Önnur mál: Kaffihús. Tillaga hefur komið frá nemendum um að hafa kaffitíma. Því verður útbúið kaffihús fyrir nemendur í síðasta tíma fimmtudaginn 14. janúar.
Fleira ekki
Ritari á heimasíðu Sigrún
3. fundur umhverfis- og lýðheilsunefndar 5. nóvember 2015 kl 14:40 – 15:20
Mættir: Sigrún, Hanna Berglind, Ósk, Aðalheiður, Agnes, Vagn, Unnur J., Marge, Elvar Logi, Daníel Róbert, Grete, Ólafur og Dagbjört sveitarstjóri.
1. Hvernig gekk kynning síðasta fundarefnis inni í hópunum? Sigrún gekk eftir því meðal nemenda en ekki varð margt um svör, enda nokkrir varamenn í dag.
2. Aukafundur með nemendum í U/M nefndinni næsta fimmtudag? Aukafundur verður með nemendum í U/L-nefndinni næsta fimmtudag til að ræða betur hvernig setja megi umhverfis- og lýðheilsusáttmálann í myndrænt form. Sigrún bað nemendur um að ræða málið við samnemendur sína inni í hópunum til að fá fleiri hugmyndir, en hún kemur til með að sitja fundinn með nemendum.
3. Á síðasta fundi kom fram tillaga um efni á umhverfis- og lýðheilsuþingi, að fjallað yrði um matarsóun. Er grundvöllur fyrir því að nemendur fari í rannsóknarverkefni um matarsóun í skólanum, vigti og mæli það sem fer í hænur og hunda sérstaklega? Vilji er til að athuga með matarsóun í skólanum og jafnvel að skoða hvort hægt sé að tengja við heimilin. Heiða lagði til að í janúar yrðu matarafgangar eftir hádegismat vigtaðir. Allir nemendahópar vigta daglega í eina viku og elsti árgangur leikskólans fylgir með í yngsta grunnskólahópnum. Þetta yrðið svo úrvinnsluverkefni fyrir nemendur og kynning á umhverfis- og lýðheilsuþinginu í apríl.
4. Þema um plastið? Er áhug fyrir því? Þessum lið var frestað til næsta fundar.
5. Hvað er að gerast í flokkun sorps í Þingeyjarsveit? Dagbjört sveitarstjóri greindi frá breytingum við flokkun sorps og væntanlegu fyrirkomulagi sorpmála í Þingeyjarsveit. Í lok nóvember verður íbúafundur þar sem þessi mál verða kynnt.
Grunnþættir:
· Í sveitinni verður einn stór, lokaður gámavöllur með vöktuðum opnunartímum.
· Útvegaðar verða 3 tunnur við hvern sveitabæ, ein fyri ralmennt sorp, önnur fyrir pappa og þriðja fyrir plast.
· Tunnurnar verða tæmdar hálfsmánaðarlega, þó pappa og plasttunnur til skiptist í annarri hvorri ferð.
· Tunnunum er ætlað að endast í 15 ár, íbúar þurfa að kaupa þær en sveitarfélgið niðurgreiðir.
Önnur mál: Engin
Ritari á heimasíðu Sigrún
2. fundur umhverfis- og lýðheilsunefndar 15. október 2015 kl 14:40 – 15:20
Mættir: Sigrún, Hanna Berglind, Lára, Aðalheiður, Agnes, Nanna, Eyþór, Unnur J., Elvar Logi, Tómas Karl, Katla María, Ólafur og Sigurlína varafulltrúi foreldra
1. mál: Hugmyndir nemenda fyrir allsherjastundir og önnur verkefni
Fjölmargar hugmyndir komu fram frá nemendum í nafnlausri könnun.
Flest atkvæði hlutu þessar hugmyndir: Sund 7, kaffitími 5, leikir 7. Örfáar hugmyndir þóttu ekki marktækar en ákveðið að taka aðrar til skoðunar við skipulagningu allsherjastunda.
2. mál: Gætum við sett umhverfissáttmálann í myndrænt form? Farið var nákvæmlega í gegnum sáttmálann og ákveðið var að huga að myndverki sem tjáir innihald umhverfis- og lýðheilsusáttmálans. Fulltrúar nemenda í nefndinni byrja á því að bera málið upp fyrir sína hópa.
3. mál: Þema um plastið? Er áhug fyrir því?
Fram höfðu komið hugmyndir um að sauma fjölnota poka fyrir heimilin.
Ákveðið að skoða átak um að minnka plastpokanotkun.
Fyrst þarf þó að fræðast og kynna sér ástandið í heiminum, hvert fer plastið og svo frv. Stefnt að því að taka upp fræðslu á umhverfis- og lýðheilsuþinginu í apríl á næsta ári.
Ekki tókst að fara yfir fleiri mál að þessu sinni.
Ritari á heimasíðu Sigrún
1. fundur umhverfis- og lýðheilsunefndar 17. september 2015 kl 14:40 – 15:20
Mættir: Sigrún, Hanna Berglind, Lára, Aðalheiður, Nanna, Tómas Karl, Unnur J., Elvar Logi, Grete og Katla María. Fjarverandi: Ólafur, Agnes og Eyþór.
1.mál: Ný umhverfis- og lýðheilsunefnd kynnt og kynning á starfi fulltrúa fyrir nýja nemendur í nefndinni. Komið hefur fram hjá fyrrverandi fulltrúum að nemendum fannst þeir ekki fá að tala nóg á fundum svo þetta ætlum við að reyna að laga í vetur. Markmið að auglýsa fundinn vel fyrirfram og dagskrá hans svo allir geti undirbúið sig fyrir fundi. Bláu töflurnar á nemendagangi eru fyrir málefni umhverfis- og lýðheilsu. Áréttað var við nefndarmenn að þeir eru tengiliðir við sínar stofur og hópa. Þeir þurfa að geta miðlað upplýsingum á fundum og frá fundum til sinna félaga, helst í fyrsta tíma á föstudögum eftir fund.
Umhverfis- og lýðheilsunefnd 2015 - 2016
Leikskóli: Elvar Logi Þórisson
hópur 1: Tómas Karl Sigurðarson, Daníel Róbert Magnússon til vara
hópur 2. Eyþór Rúnarsson, Grete Alavere til vara
hópur 3: Katla María Kristjánsdóttir, Marge Alavere til vara
hópur 4: Unnur Jónasdóttir, Snorri Már Vagnsson til vara
Aðalheiður Kjartansdóttir f.h. matráða
Agnes Þórunn Guðbergsdóttir f.h. grunnskóla
Hanna Berglind Jónsdóttir f.h. leikskóla
Nanna Þórhallsdóttir tengiliður við heilsueflandi skóla
Ólafur Arngrímsson f.h. stjórnenda
Ósk Helgadóttir/Lára S. Svavarsdóttir f.h. starfsm. í bl. störfum og húsvarðar
Sigrún Jónsdóttir verkefnastjóri
Foreldrar: Óljóst enn
Sveitarstjórn: Dagbjört Jónsdóttir
2.mál: Verkefni í vetur, hugmyndir;
A) Loftslagsbreytingar verða áfram megin þema vetrarins og hugmyndir að efnistökum fyrir náttúrufræðikennara eru:
- vötn, bráðnun jökla
- taka myndir af bæjarfjallinu heima og fylgjast með snjóalögum á milli ára
- vatnsmagn í lækjum og ám, stunda rannsóknir
B) Finna þarf lausnir á moltugerð og nýtingu hennar. Nanna stingur upp á að smíðaðir verði moltukassar sem geti tekið við hálfgerðri moltunni úr tunnunum, hafa 2 - 3 hólf. Samþykkt.
C) Taka fyrir verkefni um plastið og plastnotkun. Hægt er að sauma fjölnota innkaupapoka í handmennt.
D) Sigrún las upp punkta frá síðasta vori s.s. um að fækka allsherjarstundum en þær verða þriðju hverja viku í vetur, menningarstundir og tímar í stofum á móti. Byrja strax að endurskoða starf skólans í umhverfis- og lýðheilsumálum samkvæmt endumati sl. vor. Umfjöllun um loftslagsmál, gera meira af því að útbúa póstkort til foreldra með ýmskonar ábendingum. Skoða gátlista, niðurstöður nemendakönnunar, umhverfismál Þingeyjarsveitar og taka upp vinatengsl í einhverri mynd. Hugmyndir frá heimsókn Bylgju frá Landvernd 17. febrúar 2015 voru að taka upp þemaverkefni um plastið og endurnýtingu, á að henda tækjum og kaupa ný eða gera við? Gott verkefni fyrir eldri nemendur að kynna sér innihald tækja s.s. síma, og reikna út efnismagn, eyðslu, sóun, framleiðslu o.s.frv. Setja niður dagsettar áætlanir umhverfis- og lýðheilsufundar fram að áramótum, jafnvel lengur. Þá væri gaman að gera meira úr umhverfissáttmálanum, gera hann verulegri fyrir augun, myndskreyttan o.s.frv. Á að halda inni eftirlitshópunum? Jafnvel útvíkka verkefni? Þá væri æskilegt að gera einhverja könnun eða rannsókn í vetur.
Þriðja lið, Allsherjastundir, hugmyndir úr kassa o.fl var frestað til næsta fundar.
Önnur mál:
Flokkun sælgætisbréfa. Heiða var búin að útbúa skýringarspjald fyrir flokkun á sjoppuvörum. Hún mun koma upplýsingunum upp á veggi.
Fleira ekki
Ritari á heimasíðu Sigrún
|