Forsíða
Á döfinni
Um skólann
Stefna Stórutjarnaskóla
Um breytt námsmat
Leikskólinn
Grunnskólinn
Tónlistardeild
Foreldrafélagið
 
Námsvísar
Stundaskrár
Skóladagatal
Þróunarstarf
 
Nemendur
Starfsfólk
Matseðill
Grenndarvitund
Umhverfi og lýðheilsa
· Umhverfisnefnd
· Tæmarar
· Menningar- og allsherjarstundir
· Flokkuknarreglur
· Umsókn & skýrsla 2013
· Umsókn & skýrsla 2011
· Fæðukönnun 2012-2013
· Hreyfing-Lestur-Skjár Könnun Feb 2014
 
Greiðslur til skólans
Sundlaug
Símanúmer
Vefpóstur
 
Önnur starfsemi
Eyðublöð


 

Umhverfis- og lýðheilsustefna

 

Grænfánaskóli

 
Í Stórutjarnaskóla hefur verið tekin ákvörðun um að stuðla markvisst að verndun náttúrunnar og uppfræðslu nemenda þar að lútandi. Orðin náttúruvernd og menntun merkja að vernda skuli auðlindir jarðarinnar nær og fjær og að uppvaxandi kynslóðir fái mikilvæga fræðslu svo þau læri að meta og virða þau auðæfi sem felast í náttúrunni. Stuðla þarf að því að jörðin fái til baka það sem mennirnir taka að láni.

 
Skólinn starfar undir merki Grænfánans en hann er umhverfismerki sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Í grænfánastefnunni er m.a. lögð rík áhersla á lýðheilsu í víðasta skilningi. Því hefur Stórutjarnaskóli gengið formlega í raðir heilsueflandi skóla. Til að vinna markvisst í málaflokknum er kosið í umhverfis- og lýðheilsunefnd á hverju hausti. Í nefndinni sitja fulltrúar allra starfshópa í skólanum og að auki fulltrúar nemenda og foreldra. Þá situr fulltrúi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar fundi nefndarinnar. Þess er vandlega gætt að hafa vægi nemenda mikið og því eru kosnir fulltrúar úr öllum námshópum skólans.

 

Heilsueflandi skóli

 
Hugmyndafræði heilsueflandi skóla byggir á öllum þáttum skólastarfsins sem hafa bein eða óbein áhrif á heilsu og líðan nemenda. Þar með eru þeir hvattir til að tileinka sér heilbrigða lífshætti í samræmi við þau skilaboð og þá fræðslu sem haldið er á lofti. Grunnatriði Stórutjarnaskóla sem heilsueflandi skóla er að vera með stefnumótun, sem m.a. birtist í matseðlum mötuneytisins og starfi umhverfis- og lýðheilsunefndar skólans. Þá hefur skólinn sett sér umhverfis- og lýðheilsustefnu og umhverfis- og lýðheilsusáttmála. Allir nemendur skólans fara út minnst tvisvar á dag og yngri nemendur læra markvisst í útiskóla. Lögð er áhersla á að góð heilsa og hreyfing er undirstaða vellíðunar og árangurs í námi. Í skólanum gefast oft góð tækifæri til að flétta heilbrigðismál og heilsuumræður saman við meginviðfangsefnin og víkka þannig sjóndeildarhring nemenda. Oft tengjast umhverfis- og heilbrigðismál og því auðvelt að samþætta þau. Í Stórutjarnaskóla er leitast við að stuðla að lýðræði og jafnrétti meðal nemenda, þjálfa þá á ýmsa lund, s.s. í handbragði, hugsun og framkomu og vekja áhuga þeirra á umhverfis- og heilsumálum. Allt þetta getur hjálpað þeim við að byggja upp sjálfsmynd sína og bæta námsgetu.

 
Hugmyndin um heilsueflandi grunnskóla er byggð á Ottawa-sáttmála Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um heilsueflingu. Landlæknisembættið stýrir verkefninu og unnið er eftir handbók um heilsueflandi skólastarf. Um er að ræða átta grundvallaratriði varðandi heilsueflingu í skólum sem má nálgast á heimasíðu Landlæknisembættisins.

 

 

Umhverfis– og lýðheilsusáttmáli Stórutjarnaskóla

 
Nemendur, starfsfólk og foreldrar Stórutjarnaskóla hafa komið sér saman um veigamestu áhersluatriði í umhverfis- og lýðheilsumálum og komið fyrir í umhverfissáttmála skólans.

 

  • Við í Stórutjarnaskóla viljum leggja megin áherslu á að borin sé virðing fyrir öllu sem lifir með því að sýna tillitssemi, ganga vel um og að skila aftur til jarðarinnar sem mestu af því sem frá henni er tekið. 
     
  • Við viljum stuðla að andlegri og líkamlegri heilsueflingu, ekki síst með lýðræðislegum samskiptum, jafnrétti, tengingu við náttúruna og hollum lífsstíl.

 

 

Tilgangur


Megin tilgangur umhverfis- og lýðheilsuverkefnisins er að:

 

  • bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku.
     
  • efla samfélagskennd innan skólans.
     
  • auka umhverfis- og lýðheilsuvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan.
     
  • styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða nemendur.
     
  • tengja skólann við samfélag sitt, atvinnulíf og almenning.
     

 

Markmið umhverfis– og lýðheilsu 2018-2020

 

  1. Að fræðast og koma upplýsingum til samfélagsins 
  2. Að stuðla að heilbrigði með því að viðhalda og auka vitund fyrir tengslum hreyfingar, holls mataræðis og geðheilsu 
  3. Að stuðla áfram að tengslum umhverfis, náttúru og andlegar vellíðunar 
  4. Að viðhalda flokkun og endurnýtingu  
  5. Að viðhalda og nýta vel eina kennslustund í viku m.a. fyrir umhverfis- og lýðheilsuverkefni

 

 
Útiskóli

 
Útikennsla hefur aukist á undanförnum árum sem viðbót við fjölbreytta kennsluhætti. Í aðalnámskrá grunnskóla frá 2011 er talað um að útikennsla henti mjög vel til að leggja áherslu á alla sex grunnþætti menntunar sem ætlað er að vera leiðarljós í skólastarfi. Markmiðin eru margvísleg og þau er hægt að laga að og samþætta flestum kennslugreinum. Í útinámi gefast möguleikar á því að kynna fyrir nemendum nærumhverfi þeirra, plöntu- og dýralíf, menningu og samfélag og fleira. Aukin hreyfing barna úti í náttúrunni er mikilvæg ásamt félagslegri færni, þar sem þau eru í miðju atburðanna. Einnig er útinám tilvalið til að börn læri lýðræðisleg vinnubrögð ásamt því að eiga samskipti hvert við annað.

 

Markmið

 
Meginmarkmið útiskólans er að leggja grunn að umhverfisvitund og náttúruvernd með því að nemendur læri að þekkja, meta og virða umhverfi sitt. Það gerist með því að nemendum bjóðast fjölbreyttar námsleiðir sem gefa þeim tilbreytingu og opna fyrir nýja möguleika í samþættum námsgreinum. Gera nemendum grein fyrir því að jörðin er undirstaða alls hjá okkur.

 

Undirmarkmið:


  • Nemendur læra af eigin raun hvað jörðin getur gefið okkur.
     
  • Útiskólinn stuðlar að hreysti og heilbrigði með aukinni hreyfingu og líkamsþjálfun.
     
  • Nemendur fá enn frekari tækifæri til að virkja skilningarvitin.
     
  • Engin klukka eða uppstokkun á tíma sem orsakar pressu og óróa.
     
  • Færri truflandi áreiti í umhverfinu.
     
  • Auðveldar félagsleg samskipti og opnar nýjar leiðir í samstarfi.
     
  • Aukin tengsl við náttúruna sem leiða af sér  tækifæri til að læra á hana með því að kanna og rannsaka.
     
  • Kennir nemendum að bregðast við óvæntum aðstæðum.
     
  • Nemendur læra að bregðast við síbreytilegu veðurfari og velji sér viðeigandi klæðnað.
     
  • Fleiri tækifæri til frjálsra og sjálfsprottinna leikja (sem leiða af sér nám).
     

Leiðir:


  • Rannsaka og fræðast um moldina.
     
  • Veðurathuganir.
     
  • Tré í fóstur.
     
  • Stjörnuskoðun.
     
  • Jurtagreining.
     
  • Vettvangsferðir.
     
  • Gönguferðir.
     
  • Grenndarkennsla.
     
  • Nýta það sem jörðin gefur s.s. ber, rabarbari, fjallagrös, timbur, steina og fl.
     
  • Vinna með árstíðarbundin hugtök s.s. haust, jól, áramót, vetur, vor, páskar, myrkur, birta, sól, tungl, vika, mánuður, ár og fl.

 


SMÞMFFL
272829303112
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
1234567
September 2023

20. maí 2023

Vortónleikar Stórutjarnaskóla


19. maí 2023

Innritun í tónlistardeild


27. apr. 2023

Talað við afreksfólk


27. apr. 2023

Umhverfis- og lýðheilsuþing


13. apr. 2023

Sjaldgæfur fugl týnir lífinu


13. apr. 2023

Á skíðum


13. apr. 2023

Öskudagsskemmtanir


28. mar. 2023

Stórutjarnaskóli hlaut Umhverfisverðlaun Þingeyjarsveitar