ÖNNUR STARFSEMI
Útleiga – gisting - veitingar Stórutjarnaskóli leigir út aðstöðu um helgar, m.a. til funda og ráðstefnuhalds og hefur staðurinn verið nokkuð vinsæll sem slíkur. Við höfum yfir að ráða 16 tveggja manna herbergjum með baði í gistiálmu, auk fjögurra eins manns herbergja með baði í heimavistarálmu. Einnig höfum við u.þ.b. 20 tveggjamanna herbergi með handlaug í heimavistarálmu. Þá er hægt að fá keyptar veitingar í tengslum við útleigu. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 464-3220 / 466-1147 / 848-3547
Félagsaðstaða Stórutjarnaskóli er mikið notaður af íbúum Þingeyjarsveitar fyrir margvíslega fundi og mannfagnaði. Þegar óskað er eftir slíku skal hafa samband við húsvörð eða skólastjóra.
Íþrótta- og sundaðstaða Íþróttasalur og sundlaug skólans eru talsvert notuð af íbúum skólasvæðisins. Um opnunartíma sundlaugarinnar yfir vetrarmánuðina má lesa á heimasíðunni undir sundlaug, en varðandi tíma í íþróttasal skal hafa samband við húsvörð eða skólastjóra. |