Skólabílar

Aldrei er of mikil áhersla lögð á að nemendur fari varlega í umgengni sinni við skólabílana. Aldrei má hlaupa að skólabílnum fyrr en hann hefur algerlega stöðvast og þegar farið er úr bílnum við heimreiðar verða menn einnig að gæta sín afar vel og fylgjast vel með annarri umferð. Allir skólabílar eru búnir öryggisbeltum, sem ætlast er til að nemendur noti undantekningalaust. Bílstjórar hafa umsjón með að sú regla sé haldin. Einnig er börnum yngri en 12 ára óheimilt að sitja í framsæti skólabifreiðar. Af þessu leiðir að ekki er hægt að taka aukafarþega þegar bíll er fullsetinn og öll belti upptekin. Þetta þurfa foreldrar að hafa í huga varðandi gagnkvæmar heimsóknir nemenda strax að loknum skóladegi.


Slysahætta er alltaf nokkur þegar bílum er bakkað út úr bílastæðum. Þess vegna hefur verið sett sú regla að leggja öllum bílum þannig á bílastæði skólans að ekki þurfi að aka afturábak þegar lagt er af stað.


Í bílunum gilda sömu umgengnisreglur og í skólanum, auk ýmissa reglna sem skólabílstjórar kunna að setja til að auka öryggi. Bílstjórinn er yfirmaður í sínum bíl og hann sér til þess að nemendur fari eftir þeim reglum sem gilda í skólabílnum. Ástæða er til að hvetja foreldra til að láta börn sín bera endurskinsmerki því þau veita aukið öryggi í skammdeginu. Afar mikilvægt er að skólabílstjórar séu látnir vita ef nemendur einhverra hluta vegna mæta ekki í skóla.