Tónlistardeild

Við Stórutjarnaskóla starfar tónlistardeild, sem er hluti af Stórutjarnaskóla og lýtur yfirstjórn skólastjóra. Hlutverk tónlistardeildar er að glæða áhuga á tónlist og tónlistariðkun á starfssvæði sínu, annast kennslu í hljóðfæraleik ásamt öðrum tónlistargreinum og búa nemendur sína undir áframhaldandi nám í tónlist. Rétt til náms við tónlistardeildina hafa íbúar Þingeyjarsveitar. Verði aðsókn meiri en hægt er að sinna skulu nemendur Stórutjarnaskóla njóta forgangs.

 

Við tónlistardeildina starfar deildarstjóri sem ber faglega ábyrgð á tónlistarkennslunni og öðru innra starfi. Deildarstjóri skipuleggur starf tónlistardeildar og fer með daglega stjórnun hennar í samráði við skólastjóra.

Kennarar við tónlistardeild í vetur:

Marika Alavere, deildarstjóri - s: 849 7735

Ármann Einarsson - s: 893 5254

 

Fyrirkomulag kennslu


Kennararnir sækja yngri nemendur í spilatíma úr tímum grunnskólans. Ætlast er til að eldri nemendur (frá 6.bekk) passi upp á sína tíma sjálfir. Sú staða getur komið upp að vinna í grunnskólanum, t.d. próf eða ferðalög koma í veg fyrir að hægt sé að taka nemanda í tónlistartíma.
Í tónlistartímunum vinnur nemandinn undir leiðsögn kennara verkefni sem þyngjast stig af stigi. Fyrstu ár yngstu nemendanna felast að mestu í þjálfun undirstöðuatriða tækni, agaðra vinnubragða og umgengnisatriða varðandi hljóðfærið.

 

Tónleikar og aðrar uppákomur


Reynt er jafnt og þétt að venja nemendur við að koma fram og leika lögin sem þeir eru að æfa fyrir áheyrendur. Nemendur fá tækifæri til að koma fram á menningarstundum í skólanum og öðrum uppákomum og hátíðum á vegum skólans, auk hefðbundinna tónleika fyrir jól og að vori. (Sjá nánar á skóladagatali.)

 

Heimanám/æfingar


Alger undirstaða framfara í tónlistarnáminu er að nemandi æfi sig heima og er þá betra að hann æfi sig stutta stund á hverjum degi en að hann sitji lengi við, daginn fyrir spilatímann.

 

Tónfræði


Nemendur sem stunda tónlistarnám eiga að læra tónfræði, enda er það hluti af námskrá tónlistarskóla.