Heimanám

Kennari ákveður í samráði við nemendur hvað þeir skuli læra heima. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir að fylgja því eftir og veita börnunum tíma og næði við heimanámið.


Áætlanir: Afar mikilvægt er að foreldrar fylgist með því hjá börnum sínum hvernig þeim miðar í áætluninni og hvetji þau og minni á heimanám ef þörf krefur. Sjá nánar í námsvísum á heimasíðu skólans.