Útiskóli

Meginmarkmið útiskólans er að leggja grunn að umhverfisvitund og náttúruvernd með því að nemendur læri að þekkja, meta og virða umhverfi sitt. Það gerist með því að nemendum bjóðast fjölbreyttar námsleiðir sem gefa þeim tilbreytingu og opna fyrir nýja möguleika í samþættum námsgreinum. Gera nemendum grein fyrir því að jörðin er undirstaða alls hjá okkur.

 

Undirmarkmið: 

 • Nemendur læra af eigin raun hvað jörðin getur gefið okkur
 • Útiskólinn stuðla að hreysti og heilbrigði með aukinni hreyfingu og líkamsþjálfun
 • Nemendur fá enn frekari tækifæri til að virkja skilningarvitin
 • Engin klukka eða uppstokkun á tíma sem orsakar pressu og óróa
 • Færri truflandi áreiti í umhverfinu
 • Auðveldar félagsleg samskipti og opnar nýjar leiðir í samstarfi
 • Aukin tengsl við náttúruna sem leiða af sér tækifæri til að læra á hana með því að kanna og rannsaka
 • Kennir nemendum að bregðast við óvæntum aðstæðum
 • Nemendur læra að bregðast við síbreytilegu veðurfari og velji sér viðeigandi klæðnað
 • Fleiri tækifæri til frjálsra og sjálfsprottinna leikja (sem leiða af sér nám)

Leiðir:

 • Rannsaka og fræðast um moldina
 • Veðurathuganir
 • Tré í fóstur
 • Stjörnuskoðun
 • Jurtagreining
 • Vettvangsferðir
 • Gönguferðir
 • Grenndarkennsla
 • Nýta það sem jörðin gefur s.s. ber, rabarbari, fjallagrös, timbur, steina og fl.
 • Vinna með árstíðarbundin hugtök s.s. haust, jól, áramót, vetur, vor,
 • páskar, myrkur, birta, sól, tungl, vika, mánuður, ár og fl.

 

Þemaefni:

 • Haustið og uppskera
 • Jól og áramót, álfar og vættir
 • Vetur , myrkur, stjörnur, tungl, þorrinn
 • Vor, páskar, birtan, sólin, gróðurinn

Dagbók útiskóla 2008-2009
Dagbók útiskóla 2009-2010
Dagbók útiskóla 2010-2011
Dagbók útiskóla 2011-2012
Dagbók útiskóla 2012-2013
Dagbók útiskóla 2013-2014
Dagbók útiskóla 2015-2016
Dagbók útiskóla 2016-2017 
Dagbók útiskóla 2017-2018
Dagbók útiskóla 2018-2019
Dagbók útiskóla 2019-2020
Dagbók útiskóla 2020-2021