Fjarvistir

Ef barnið kemur ekki í leikskólann vegna veikinda eða annarra ástæðna, vinsamlegast látið vita í leikskólann. Leikskólar eru ætlaðir heilbrigðum börnum. Veikist barnið skal það dvelja heima þar til það hefur verið hitalaust í 1-2 sólarhringa og endurheimt þrótt sinn. Þegar barnið kemur aftur í leikskólann eftir veikindi á það að vera tilbúið til að taka þátt í öllu starfi leikskólans jafnt úti sem inni. Ef barn veikist í leikskólanum er haft samband við heimilið og óskað eftir því að barnið verði sótt.