Útivist

Tvisvar á dag er skylduútivist fyrir alla nemendur. Í löngu frímínútunum kl. 10.50 -11.05 og í hádegishléi. Útaf þessu getur borið ef veður til útivistar er ófært talið. Sé einhverra hluta vegna ekki talið æskilegt að nemandi fari út í þessa tíma, þarf að tilkynna það skólanum símleiðis eða á miða.