Í dag kl. 14:15 er skiptimarkaður hér í skólanum. Nemendur miðstigs stóðu fyrir sögnun á fatnaði, skóm, spilum, bókum, leikföngum og skartgripum. Gríðarlegt magn hefur safnast sem mun vonandi allt skipta um eigendur í dag. Nemendur hafa flokkað, hengt upp og brotið saman og eru að koma varningnum fyrir í sal skólans. Að loknu jólaföndurstund með foreldrum mun markaðurinn opna kl. 14:15 og er öllum velkomið að kíkja á þennan flotta markað.
Mikið fjör og mikið gaman.
Í dag 9. nóvember á Stórutjarnaskóli afmæli en hann hóf störf 9. nóvember 1971. Hann hefur eðlilega tekið miklum breytingum þessi rúm fimmtíu ár sem hann hefur starfað enda á skólastarf að vera í sífelldri þróun.
Það á einstaklega vel við að opna loks nýja heimasíðu á afmæli skólans og gott að geta tilkynnt það degi fyrir árshátíð.