Nemenda- og félagsmálaráð

Til að tryggja lýðræðisleg áhrif nemenda á starfsemi Stórutjarnaskóla starfar sérstakt ráð innan skólans, hið svo kallaða nemendaráð. Jafnframt starfar félagsmálaráð nemenda, sem hefur með höndum stjórn á félagslífinu í skólanum. Nemendur 8. – 10. bekkjar eiga rétt til setu í umræddum ráðum.

 

Hlutverk nemendaráðs Stórutjarnaskóla


Nemendaráð Stórutjarnaskóla fjallar um mál er varða hagsmuni nemenda. Nemendur geta lagt fyrir ráðið hugmyndir sínar um nýjungar eða breytingar í skólastarfinu og tekur ráðið slíkt til umfjöllunar og vísar áfram til skólastjóra eða kennara eftir eðli máls. Ráðið getur einnig tekið á dagskrá mál að eigin frumkvæði.

Í nemendaráði 2023-2024 eru:

Ylva Rún Dúadóttir

Kristján Brynjólfsson

Daníel Orri Sigurðarson

 

Hlutverk félagsmálaráðs nemenda Stórutjarnaskóla


Félagsmálaráð Stórutjarnaskóla skipuleggur og hefur umsjón með félagsstarfi nemenda. Það skipuleggur og ber ábyrgð á föstum liðum eins og félagsmálakvöldum, opnum húsum fyrir unglinga í Þingeyjarsveit, þegar þau eru haldin í Stórutjarnaskóla, SAM-skólaböllum o.fl. Félagsmálaráð getur lagt fyrir skólastjóra / kennara tillögur að breyttu skipulagi á félagslífi nemenda.

Í félagsmálaráði 2023-2024 eru:

Albin Anderson

Stefán Þór Árnason

Daníel Róbert Magnússon

Rakel Sunna Arthursdóttir