Nemenda- og félagsmálaráð
| |
| Til að tryggja lýðræðisleg áhrif nemenda á starfsemi Stórutjarnaskóla starfar sérstakt ráð innan skólans, hið svo kallaða nemendaráð. Nemendur 8. – 10. bekkjar eiga rétt til setu í ráðinu.
|
|
Hlutverk nemendaráðs Stórutjarnaskóla
Nemendaráð Stórutjarnaskóla fjallar um mál er varða hagsmuni nemenda. Nemendur geta lagt fyrir ráðið hugmyndir sínar um nýjungar eða breytingar í skólastarfinu og tekur ráðið slíkt til umfjöllunar og vísar áfram til skólastjóra eða kennara eftir eðli máls. Ráðið getur einnig tekið á dagskrá mál að eigin frumkvæði.
Í nemendaráði 2025-2026 eru:
- Elvar Logi Þórisson 10. bekk
- Hörður Smári Garðasson 10. bekk
- Auður Tinna Auðunsdóttir 9. bekk
- Sigmar Höskuldsson 8. bekk
- Hrannar Nói Karlsson 8. bekk
|