Árlegur starfstími

Árlegur starfstími allra deilda Stórutjarnaskóla er hinn sami, eða frá því um 25. ágúst til mánaðamóta maí/júní. Leikskólinn starfar þó lengur fram á sumarið eða fram í júlíbyrjun. Ferðir með skólabílum eru samningsatriði foreldra leikskólabarna við skólabílstjóra. Að öðru leyti sjá foreldrar um ferðir barna sinna til og frá leikskóla.


Foreldrar eru beðnir að virða vistunartíma barna sinna og láta starfsfólk leikskólans vita ef breytingar verða á ferðum eða eitthvað kemur uppá.

Leikskólinn er opinn alla virka daga frá kl 8:00 til 16:00.