Reglugerð fyrir ferðasjóð nemenda stórutjarnaskóla

1. gr. Tilgangur sjóðsins er að standa straum af kostnaði við skemmti-

og fræðsluferð elstu nemenda skólans, hið svokallaða skólaferðalag.

Nemendum, í samráði við kennara og foreldra, er heimilt að verja

afgangsfé til verkefna á vegum Stórutjarnaskóla og/eða til verkefna

sem nýtast æskulýðs- og íþróttastarfi á skólasvæðinu. Ekki er heimilt

að veita fé til einstaklinga.


2. gr. Skólastjóri Stórutjarnaskóla hefur yfirumsjón með sjóðnum og er

ábyrgur fyrir varðveislu hans.


3. gr. Tekjur sjóðsins skulu vera þær sem nemendum tekst að afla með

fjáröflunum af ýmsu tagi. Sjóðnum er einnig heimilt að taka við

gjöfum. Allar fjáraflanir skulu vera á ábyrgð skólans og í samvinnu

nemenda, kennara og foreldra, eftir ástæðum hverju sinni. Skólastjóri

getur falið einum af kennurum skólans umsjón með fjáröflunum og

varðveislu sjóðsins.


4. gr. Að jafnaði fer 10. bekkur í skólaferðalagið ár hvert, en þegar

fámennt er í elstu bekkjum fara 9. og 10. bekkur saman, þá annað

hvert ár. Nemendur, ásamt umsjónarkennara sínum, skólastjóra og

umsjónarmanni Ferðasjóðs, skipuleggja skólaferðalagið, í samráði við

foreldra.