Heimanbúnaður

Mikilvægt er að nemendur komi ætíð þannig útbúnir í skólann að þeir geti án vandræða tekið þátt í öllu starfi skólans. Þetta á t.d. við um góðan útiklæðnað til að geta látið sér líða vel í útivistinni, íþrótta- og sundfatnað til að geta tekið þátt í íþróttatímunum og hugsanlega einhvern annan sérútbúnað sem kennarar einstakra námsgreina kunna að kalla eftir. Samkvæmt skólareglum eiga nemendur að vera í inniskóm í skólanum. Foreldrar eða forráðamenn eru beðnir að sjá til þess að föt, skófatnaður og aðrir munir séu merktir.