Frístund

Samkvæmt viðmiðunarstundaskrá eiga elstu bekkir grunnskóla að vera 37 kennslustundir í skólanum á viku hverri. Yngstu bekkirnir eiga hins vegar einungis að vera 30 stundir. Til að gæta hagkvæmni í skólaakstrinum er gripið til þess ráðs að fylla upp í þennan mismun með því að yngri nemendur fara í „Frístund“. Í Frístundinni gera börnin ýmis gagnleg verkefni og leika sér. Frístundin fer fram bæði úti og inni.