Námsvísir 1.-4. bekkur

Íslenska – ÍSL 8 st

 

Talað mál, hlustun og áhorf.

 

Markmið: Að nemandi öðlist góða kunnáttu í íslensku, taki þátt í samræðum og virði almennar reglur sem gilda í samræðum. Að nemandi geti hlustað, og virt skoðanir annarra. Að nemendur fái þjálfun í að segja skipulega frá og gera grein fyrir þekkingu sinni og skoðunum, geti sagt frá atburðum og reynslu sinni og endursagt sögu eða efni sem horft hefur verið á.

Námsefni: Ertu Guð afi, Ævintýrið um Augastein, sögur og ljóð.

Leiðir: Kennari les framhaldssögu og ræðir við nemendur um efni hennar. Nemendur endursegja efni sem hlustað hefur verið á. Nemendur skrifa sögur, ýmist sjálfir eða með hjálp, eftir því sem við á. Nemendur taka þátt í æfingum og flytja efni á samkomum í skólanum.

Heimanám: Foreldrar hjálpa nemendum að læra texta fyrir samkomur í skólanum og aðstoða yngri börn við að semja sögur.

Námsmat: Virkni, framfarir, framsögn, sjálfstæði og samvinna ásamt vinnuvenjum s.s. tillitssemi og hæfni til að hlusta á aðra og virða skoðanir annarra.

Kennari: Birna Kristín Friðriksdóttir

 

Lestur og bókmenntir

Markmið: Að nemendur læri að lesa skilja og túlka texta og geti þannig lesið sér til gagns. Að nemendur kynnist fjölbreytilegu ritmáli, læri að hlusta og túlka lesið efni. Geti miðlað þekkingu sinni áfram til viðmælenda eða áhorfenda.

Námsefni: Lestrarefni við hæfi hvers og eins. 1. bekkur: léttlestrarbækur, smásögur og ljóð, 2. bekkur: léttlestrarbækur, smásögur, ljóð, 3. bekkur Lestrarbækur, skáldsögur, ljóð, þjóðsögur ofl.

Leiðir: Lesið fyrir kennara og eða samnemendur. Stafainnlögn þar sem það á við. Unnið með leir og stafi. Hljóðaaðferð er notuð í bland við ýmsar æfingar. Markvisst er unnið með lesskilning og framsögn eftir að nemendur hafa náð tökum á lestri.

Heimanám: Mikilvægt að nemendur lesi fimm sinnum í viku upphátt heima fyrir fullorðinn, sem kvittar í þar til gerða bók.

Námsmat: Vinna nemandans í skóla og heima metin. Lesferill lestrarpróf í september, janúar og maí. Upplestur, lestrarlag og lesskilningur metin jafnt og þétt yfir veturinn.

Kennari: Birna Kristín Friðriksdótti

 

Ritun

Markmið: er að nemendur verði með tímanum sem best skrifandi, það byggir á því að nemendur læri að draga rétt til stafs og hafi rétt blýantsgrip. Að þeir læri grunnatriði sögugerðar þ.a. sögupersóna/ur, atburðarás og niðurlag. Nemendur tileinki sér rétta notkun hástafa og lágstafa, bil á milli orða og notkun punkts.

Námsefni: Skriftaræfingar og sögubækur. 1. bekkur: Sporablöð og Ítalíuskrift 1a ásamt ýmsu efni af skólavef. 2. bekkur , Ítalíuskrift 1b. 3. bekkur Ítalíuskrift, 2a og 2b.

Leiðir: Skriftarhreyfingar þjálfaðar á fjölbreyttan hátt, á töflu, með leir, í verkefnavinnu ofl.

Nemendur skrifa í skriftarbækur og skrifa sögur í sögubók, ýmist á einstaklingsgrunni eða í hópavinnu.

Námsmat: Allar vinnubækur nemenda, skriftar- og vinnubækur gilda til umsagnar ásamt ástundun í tímum.

Kennari: Birna Kristín Friðriksdóttir

 

Málfræði

Markmið: Að nemendur öðlist færni í notkun tungumálsins, þekki grunneiningar máls, s.s. staf, orð og setningu. Þekki stafrófið og muninn á hástöfum og lágstöfum, sérnöfnum og samnöfnum. Geti tekið þátt í að leika með orð s.s. rímað, fundið andheiti og samheiti. Að nemandi tileinki sér grunnatriði stafsetningar, temji sér góðan frágang, sjálfstæð vinnubrögð og vandað málfar.

Námsefni: 1. bekkur: Lestrarland, Ritrún, spil og leikir o.fl. 2. bekkur: Alli Nalli, Ritrún, Lestrarland 2 spil og leikir. 3. bekkur: Hvítbókin, Gulbókin, Artúr, spil og leikir.

Leiðir: Unnið markvisst í vinnubókum, bæði hver fyrir sig og í hópavinnu. Hópleikir og spil, í tölvu, ýmist á einstaklingsgrundvelli eða í hópum. Ýmis málfræðiverkefni unnin í „hringekju“.

Námsmat: Vinnubækur, ástundun í tímum.

Kennari: Birna Kristín Friðriksdóttir

 

Stærðfræði - STÆ 6 st

 

Námsvísar þessir byggja á köflum 18 og 25 í Aðalnámskrá Grunnskóla, um lykilhæfni og hæfniviðmið í Stærðfræði.

 

Markmið: Að nemendur þrói með sér jákvætt viðhorf til stærðfræði og trú á eigin getu. Kynnist grunnaðferðum og hugtökum stærðfræðinnar. Geti rætt um stærðfræði og notað viðeigandi hugtök og verkfæri miðað við aldur og þroska. Að nemendur geti unnið sjálfstætt og í hóp. Þekki og geti notað tölur frá einum upp í eitt hundrað. Þekki hugtök s.s. tugi, einingar, oddatölur og sléttartölur. Þekki talnarunur, geti lesið aldurmiðandi töflur, mynstur og myndrit.

Námsefni: 1. bekkur: Sproti 1a nemendabók og æfingahefti og Sproti 1b nemendabók og æfingahefti. 2. bekkur: Sproti 2a nemendabók og æfingahefti, Sproti 2b nemendabók og æfingahefti. 3. bekkur: Sproti 2a nemendabók og æfingahefti, Sproti 3b nemendabók og æfingahefti. Að auki ýmis aukaverkefni eftir þörfum hvers og eins.

Leiðir: Spilað, flokkað, kubbað, talið, parað og mælt, auk vinnu í vinnubókum. Hugtök s.s. eining, tugur, hundrað, minna en, stærra en, jafnt og, og fleiri og færri, oddatölur og sléttartölur krufin á ýmsa vegu s.s. í vali og í „hringekju“.

Heimanám: Gæti orðið í formi þess að spila við foreldra.

Námsmat: Ástundun, samvinna, áhugi, framfarir og vinnubækur metin. Sjá nánar skjal „Hæfniviðmið kennara“ sem foreldrar hafa fengið sent og byggir á köflum 18 og 25 í Aðalnámskrá grunnskóla.

Kennari: Birna Kristín Friðriksdóttir

 

Samfélagsfræði – SAM 3 st

Markmið: Að nemendur kynnist nærumhverfinu og samfélaginu. Í vetur verður unnið með tilurð Íslands og Íslandsbyggðar. Nemendur kynnast mismunandi kenningum og tilgátum. Þeir kynnast á fjölbreyttan hátt ,menningu og siðum í nútíð og fortíð.

Námsefni:Komdu og skoðaðu bækurnar mest er unnið með landnámið en valin atriði úr öðrum bókum, auk ýmissa bóka um íslensk dýr og íslenska náttúru, víkinga landnema ofl.

Leiðir: Mest unnið á einstaklingsgrunni þar sem hver og einn nemandi býr til sitt verkefni, stundum er unnið í hópavinnu. Námið fer fram bæði úti og inni í skólastofu.

Námsmat: Áhugi, vinnusemi, vandvirkni og samstarfsvilji metin til einkunnar.

Kennari: Birna Kristín Friðriksdóttir

Náttúrufræði – NÁT 2 st.

Markmið: er að veita nemendum tækifæri til að upplifa og skoða náttúruna og umhverfið í kringum sig. Læra að veita umhverfinu athygli, afla upplýsinga, vinna úr og miðla upplýsingum úr heimildum og athugunum, en ekki síður að hvetja nemendur til að vera forvitin. Virðing fyrir umhverfinu, náttúrunni, sjálfum sér og öðrum er mikilvægur liður í náminu.

Námsefni: Náttúran og skólalóðin, Mold, fræ og ýmist efni af vefnum.

Leiðir: Unnið ýmist í kennslustofum eða úti. Hópavinna þar sem eldri og yngri vinna saman. Virðing fyrir náttúrunni, umhverfinu og lífinu spilar lykilhlutverk í kennslustundunum.

Námsmat: Verkefnamöppur, áhugi, vinnusemi, vandvirkni og samstarfsvilji í kennslustundum metin til einkunnar.

Kennari: Birna Kristín Friðriksdóttir

 

Umhverfis- og lýðheilsa 1 st

Markmið: Að efla þekkingu nemenda á heilbrigði og þjálfa þá í rökhugsun, félagsmálum og hegðun. Að nemendur kynnist Heimsmarkmiðunum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Námsefni: Efni af netinu: un.is, landvernd.is, stjornarradið.is, heilsueflandi.is, heimsmarkmidin.is o.fl.

Leiðir: Umræður, horft á fræðsluefni, unnin verkefni og kynnt. Kannanir gerðar á ýmsu er varðar umhverfis- og lýðheilsumál.

Heimanám: Mögulega einhverjar skráningar sem tengjast könnunum.

Námsmat: Ástundun og þátttaka í tímum, ásamt hæfni nemenda til sjálfstæðrar vinnu og hópavinnu. Við mat er stuðst við kafla 18 um lykilhæfni á bls 86, kafla 22 um náttúrufræðigreinar á bls. 167 og kafla 24 um samfélagsgreinar bls. 194 í Aðalnámskrá Grunnskóla.

Kennari: Birna Kristín Friðriksdóttir

 

Tölvunotkun – TÖL 1 st

Markmið: Að nemendur læri að kveikja á og skrá sig á sitt vinnusvæði í tölvu, þeir læri grunnatriðin í fingrasetningu og að umgangast tölvur á viðeigandi hátt miðað við aldur. Að nemendur skrifi eina stutta sögu í Word og sendi einn tölvupóst til foreldra. Að nemendur geri sér grein fyrir að ýmsa leiki og forrit í tölvu sé hægt að nota til þjálfunar í íslensku og stærðfræði.

Námsefni: Fingrafimi og ýmis önnur kennslu- og leikjaforrit, í fartölvu og iPad.

Leiðir: Grundvallaratriði tölvunotkunar kennd í gegnum einföld kennslu- og leikjaforrit.  Lögð áhersla á rétta líkamsstöðu, fingrasetningu, notkun lyklaborðs og snertiskjás. Leitast er við að samþætta tölvukennslu við aðrar námsgreinar s.s. lestur, ritun, stærðfræði, upplýsingamennt og umhverfisvernd.

Námsmat: Þátttaka, sjálfstæði í vinnubrögðum og framfarir metið til einkunnar. Sjá nánar kafla 26 í Aðalnámskrá grunnskóla.

Kennari: Birna Kristín Friðriksdóttir

 

Textílmennt - TEX 2 st (hálfan veturinn)

Leiðir: Unnið verður samkvæmt hæfniviðmiðum Aðalnámskrár grunnskóla bls, 158-159.

Nemendur prófa ýmis efni og áhöld sem notuð eru í vinnu með textíla og skapa sín eigin verk og áhersla verður lögð á að nemendur upplifi ánægju af eigin sköpun. Nemendur vinna með liti og form og þjálfast m.a. í að teikna, klippa, þræða og nota nál og kynnast notkun saumavélar og fleiru ef tími vinnst til. Kennsla verður samþætt öðrum greinum þar sem við á.

Námsmat: Námsmat fer fram jafnóðum, einkunn gefin í annarlok.

Kennari: Álfheiður Birna Þórðardóttir

 

Myndmennt – MYN 1 st

Leiðir:  Unnið verður samkvæmt hæfniviðmiðum Aðalnámskrár grunnskóla, fyrir sjónlistir, bls.148-149.

Nemendur vinna myndverk með ýmsum efnum og aðferðum. Reynt verður að virkja sköpunarhæfileika hvers og eins og unnið sem mest út frá reynsluheimi nemenda og áhersla lögð á að þeir upplifi ánægju af eigin sköpun. Nemendur læra um form, liti, litablöndun og einfalda myndbyggingu. þeir þjálfa sjónskyn sitt og læra að meta eigin verk og annarra. Kennsla verður samþætt öðrum námsgreinum eins og hentar. 

Námsmat:  Námsmat fer fram jafnóðum og einkunn gefin í annarlok.

Kennari:  Álfheiður Birna Þórðardóttir

 

Bókasafn – BÓK 1 st

Námsefni: Í leik á skólasafni 1 og Mýsla sýslar á skólasafni.

Leiðir:  Nemendur fara á bókasafnið hálfa kennslustund í viku, fá fræðslu um safnið, vinna í verkefnabók og fá bækur að láni til að skoða og lesa.

Námsmat:  Ástundun og umgengni metin.

Kennari:  Álfheiður Birna Þórðardóttir

 

Tónmennt – TÓN 1 st

Námsefni: Tónmenntaleikir, verkefnablöð, hlustunarefni og skólahljóðfæri.

Leiðir: Aðaláhersla lögð á takt, dans og hlustun. Frumþættir tónlistar kynntir. Skólahljóðfæri verða notuð til þjálfunar á takti og hryn.

Námsmat: Jákvæðni og virkni í tímum metin til einkunnar. Gefið fyrir að vori.

Kennari: Marika Alavere

 

Kór – KÓR 1 st

Námsefni: Ýmis sönglög

Leiðir: Aðaláhersla lögð á söng og takt. Og að hafa gaman.

Námsmat: Felst í því að koma fram á tónleikunum.

Kennarar: Marika Alavere og Ármann Einarsson