Námsvísir 9.-10. bekkur

Stærðfræði – STÆ 6 st

Námsefni: 9. bekkur: Skali 2 og 10. bekkur: Skali 3, GeoGebra stærðfræðiforrit auk efnis frá kennara. Umfjöllunarefni verða mál og mælieiningar, líkur, talnareikningur, rúmfræði, föll, algebra og jöfnur, persónuleg fjármál.

Hæfni- og matsviðmið samkvæmt kafla 25 í Aðalnámskrá grunnskóla bls. 208-223.

Leiðir: Innlögn kennara á töflu í upphafi hvers nýs viðfangsefnis. Síðan vinna nemendur sjálfstætt með aðstoð kennara skv. áætlun sem sniðin verður að þörfum hvers og eins.

Heimanám: Tímaverkefni skv. áætlun kláruð auk ýmissa æfingaverkefna.

Námsmat: Símat á tímavinnu og kannanir í lok hvers kafla/viðfangsefnis og skyndipróf auk þess sem ástundun verður metin.

Kennari: Jónas Reynir Helgason

 

Enska – ENS 4 st

Námsefni: Spotlight 8/9/10 textabækur og vinnubækur, óreglulegar sagnir, frjálslestrarbækur.

Markmið og leiðir: Kennt verður einstaklingsmiðað, þannig að nemendur séu með námsefni við hæfi og geti unnið á sínum hraða í tímum. Lögð verður áhersla á lestur, hlustun og þýðingu á ensku. Unnið verður að því að nemendur tileinki sér nýjan orðaforða, auki þekkingu sína á enskri málfræði, eflist í að tjá sig á ensku í bæði rituðu og töluðu máli, auk þess að vinna með enskan texta á ýmsa vegu. Önnur verkefni verða lögð fyrir eftir þörfum.

Heimanám:  Nemendur klára verkefni úr tímum ef þörf krefur og undirbúa sig heima fyrir sagnapróf. Að öðru leyti verður heimavinna fyrst og fremst á formi frjálslestrar.

Námsmat: Metin verður ástundun og vinnubrögð nemenda í tímum. Málfræðipróf og kannanir óreglulegra sagna verða grunnur fyrir námsmati hjá báðum bekkjum, auk ástundunar í tímum.

Kennari: Elín Eydís Friðriksdóttir

 

Umhverfis- og lýðheilsa - 1 st

Markmið: Að efla þekkingu nemenda á heilbrigði og þjálfa þá í rökhugsun, félagsmálum og hegðun. Að nemendur kynnist Heimsmarkmiðunum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Námsefni: Efni af netinu: un.is, landvernd.is, stjornarradið.is, heilsueflandi.is, heimsmarkmidin.is o.fl..

Leiðir: Umræður, horft á fræðsluefni, unnin verkefni og kynnt. Kannanir gerðar á ýmsu er varðar umhverfis- og lýðheilsumál.

Heimanám: Mögulega einhverjar skráningar sem tengjast könnunum.

Námsmat: Ástundun og þátttaka í tímum, ásamt hæfni nemenda til sjálfstæðrar vinnu og hópavinnu. Við mat er stuðst við kafla 18 um lykilhæfni á bls 86, kafla 22 um náttúrufræðigreinar á bls. 167 og kafla 24 um samfélagsgreinar bls. 194 í Aðalnámskrá Grunnskóla.

Kennari: Birna Davíðsdóttir

 

Samfélagsfræði – SAM 3 kst.

Kennari: Sigríður Árdal

Markmið: Efla sjálfstæði nemenda í námi. Auka áhuga þeirra, námsgleði og sköpunargáfu. Gera nemendur meðvitaðri um hvernig við erum og af hverju. Hvaða áhrif samfélagið hefur á okkur og okkar sjálfsmynd. Efla forvitni þeirra á heiminum, mismunandi menningarheimum og efla gagnrýna hugsun. Á þessu skólaári munum við einbeita okkur að sjálfsmyndinni og okkur sjálfum. Auk þess að skoða sögu Evrópu.

Leiðir: Fjölbreytt verkefnavinna, umræður. Hóp og einstaklingsvinna.

Námsefni: Á ferð um samfélagið, greinar og blöð frá kennara auk valdra vefsíðna.

Námsmat: Metin verða skilaverkefni nemenda, ástundun í tímum, vinnubók nemenda og lokaverkefni/próf.

Heimanám: Er eftir þörfum og sett inná Teams.

Hæfniviðmiðin fyrir samfélagsgreinar má finna í Aðalnámskrá grunnskóla á bls. 197-203, eða á vefsíðunni http://adalnamskra.is

 

Náttúrufræði – NÁT 4 kst.

Kennari: Sigríður Árdal

Markmið: Efla sjálfstæði nemenda í námi. Auka áhuga þeirra, námsgleði og sköpunargáfu. Gera nemendur meðvitaðri um hvernig náttúrufræðigreinar birtast í daglegu lífi og hvernig færni og kunnátta í náttúrufræðigreinum gagnist þeim. Efla forvitni þeirra á hvernig náttúran virkar og efla gagnrýna hugsun. Á þessu skólaári munum við einbeita okkur náttúrunni í kringum okkur og umhverfisvitund nemenda. Einnig munum við skoða grunnhugtök í eðlis- og efnafræði.

Leiðir: Fjölbreytt verkefnavinna, umræður, tilraunir og verklegar æfingar. Hóp og einstaklingsvinna.

Námsefni: Eðlisfræði 2, CO2 framtíðin í okkar höndum, greinar og verkefni frá kennara auk valdra vefsíðna.

Námsmat: Metin verða skilaverkefni nemenda, ástundun í tímum, vinnubók nemenda, skýrslur og lokaverkefni/próf.

Heimanám: Er eftir þörfum og sett inná Teams.

Hæfniviðmiðin fyrir náttúrugreinar má finna í Aðalnámskrá grunnskóla á bls. 169-175, eða á vefsíðunni http://adalnamskra.is

 

Kór – KÓR 1 st

Námsefni: Ýmis sönglög.

Leiðir: Aðaláhersla lögð á söng og takt. Og að hafa gaman.

Námsmat: Felst í því að koma fram á tónleikunum.

Kennarar: Marika Alavere

 

Hljómsveit – HLJÓM 1 st

Námsefni: Nótnablöð og hljóðfæri.

Leiðir: Nótnalestur og samspil æfð.

Kennarar: Marika Alavere og Ármann Einarsson

 

VAL Hönnun - 2 st

Markmið: Að nemendur finni hjá sér þá möguleika sem hönnun og handverk bjóða upp á, hvað varðar að eiga frumlega og persónulega muni. Auk þess að finna hversu afslappandi áhrif handverks og hönnunnar geta verið á hugann.

Námsmat: Ástundun, vinnubrögð og frumleiki.

Hæfniviðmið: Að geta hannað verkefni út frá efni, fagurfræði, tækni, umhverfi notkun og endingu. Að geta gert sér grein fyrir hvort og hvernig hægt sé að endurnýja ýmsa hluti til að lengja líftíma þeirra.

Kennari: Birna Kristín Friðriksdóttir

 

VAL Ljósmyndun 2 st (haustönn)

Námsefni: Grunnatriði ljósmyndunar, ljósop, lokarahraði, næmni, myndbygging. Saga og heimur ljósmyndunar kynntur.

Leiðir: Innlögn kennara, umræður og netsíður skoðaðar.

Heimanám: Verkefni í hverri viku sem nemendur vinna heima og skila á vefnum.

Námsmat: Símat á virkni og framförum, vikuverkefni metin.

Kennari: Jónas Reynir Helgason