Námsvísir 6.-7. bekkur

Enska - ENS 2 st

Námsefni: Work Out vinnubók, Yes we can texta/vinnubók, Portfolio þemahefti með vinnubókum, Action texta/vinnubók, Málfræðihefti A, B og C, frjálslestrarbækur og ýmis verkefnablöð eftir þörfum.

Markmið og leiðir: 4. bekk verður kennt sem hópi, en 5. bekk einstaklingsmiðað eftir þörfum. Farið verður í grunnatriði enskrar málfræði, auk þess sem unnið verður með lestur, æfingu á framburði, þýðingar á léttum textum og aðra verkefnavinnu. Á tímabili í vetur verður unnið samþættingarverkefni í ensku og samfélagsfræði.

Heimanám: Engin heimavinna verður í vetur.

Námsmat: Metin verður frammistaða nemenda í tímum og verkefnavinna, auk þess sem báðir bekkir taka stuttar kannanir í málfræði.

Kennari: Elín Eydís Friðriksdóttir

 

Samfélagsfræði – SAM 3 st

Námsefni: Internetið og fleira eftir þörfum.

Markmið og leiðir: Kennt verður samþættingarverkefni í ensku og samfélagsfræði þar sem nemendur kynna sér menningu mismunandi þjóða. Notað verður uppsetningarforritið Publisher þar sem nemendur setja upp veggspjöld og dreifirit með umfjöllunarefninu. Aukamarkmið með kennslunni er að nemendur verði sjálfbjarga í Publisher og tölvunotkun almennt og læri vönduð vinnubrögð.

Heimanám: Engin heimavinna verður í vetur.

Námsmat: Metin verður frammistaða nemenda í tímum og verkefnavinna.

Kennari: Guðrún Tryggvadóttir

 

Náttúrufræði – NÁT 2 st.

Markmið: er að veita nemendum grunnfærni í náttúrugreinum, s.s. skilning á tilgátum, vísindalegum rannsóknum, ferli rannsókna og hvernig heimurinn í kringum okkur virkar. Í vetur eru nemendur að vinna rannsóknir tengdar húsdýrum, afla upplýsinga og vinna úr upplýsingunum. Nemendur eru hvattir til að vera forvitnir um viðfangsefnin og hvaðeina en það er mikilvægur liður í því að afla sér frekari þekkingar. Virðing fyrir umhverfinu, náttúrunni, sjálfum sér og öðrum er mikilvægur liður í náminu.

Námsefni: Náttúrulega, nærliggjandi bú og skólalóðin.

Leiðir: Unnið ýmist í kennslustofum eða úti. Hópavinna þar sem nemendur vinna saman að rannsóknum í bland við einstaklingsvinnu. Virðing fyrir náttúrunni, umhverfinu og lífinu spilar lykilhlutverk í kennslustundunum.

Námsmat: Verkefnamöppur, kannanir, áhugi, vinnusemi, vandvirkni og samstarfsvilji í kennslustundum metin til einkunnar.

Kennari: Guðrún Tryggvadóttir

 

Bókasafn – BÓK 1 st

Námsefni:  Í leik á skólasafni 1.

Leiðir:  Nemendur fara á bókasafnið hálfa kennslustund í viku, fá fræðslu um safnið, vinna í verkefnabók og fá bækur að láni til að skoða og lesa.

Námsmat:  Ástundun og umgengni metin.

Kennari:  Álfheiður Birna Þórðardóttir

 

Textílmennt - TEX 2 st (hálfan veturinn)

Leiðir: Unnið verður samkvæmt hæfniviðmiðum Aðalnámskrár grunnskóla bls, 158-159.

Nemendur vinna með ýmis efni, áhöld og aðferðir sem notuð eru í vinnu við textíla. Unnið verður með prjón, hekl, vélsaum og fleiri aðferðir s.s. útsaum eða þæfingu eins og tími og geta leyfir. Reynt verður að virkja sköpunarhæfileika nemenda og efla sjálfstæð vinnubrögð. Upplýsingatækni verður notuð þar sem viðla verður samþætt öðrum greinum eins og hentar.

Námsmat: Námsmat fer fram jafnóðum, einkunn gefin í annarlok.

Kennari: Álfheiður Birna Þórðardóttir

 

Myndmennt – MYN 1 st
Leiðir:  Unnið verður samkvæmt hæfniviðmiðum Aðalnámskrár grunnskóla, fyrir sjónlistir, bls.148-149.

Nemendur læra um myndbyggingu, lita- og formfræði og áhrif ljóss, skugga og lita í mynd. Þeir vinna myndverk með ýmsum aðferðum og reynt verður að virkja sköpunarhæfileika hvers og eins. Nemendur læra að vinna eftir einföldu ferli frá hugmynd til afurðar. Þeir þjálfa sjónskyn og læra að meta eigin verk og annarra. Áhersla verður lögð á að nemendur upplifi ánægju af eigin sköpun. Kennsla verður samþætt öðrum greinum þar sem við á.

Námsmat:  Námsmat fer fram jafnóðum og einkunn gefin í annarlok.

Kennari:  Álfheiður Birna Þórðardóttir

 

Upplýsinga og tæknimennt – 1 kst.

Kennari: Sigríður Árdal

Markmið: Efla sjálfstæði nemenda í námi. Auka áhuga þeirra, námsgleði og sköpunargáfu. Kynna fyrir þeim helstu forritum sem þau geta nýtt sér í námi og starfi. Gera þau að ábyrgum notendum tækninnar.

Leiðir: Fjölbreytt verkefnavinna, umræður. Hóp og einstaklingsvinna.

Námsefni: Valdar vefsíður frá kennara.

Námsmat: Metin verða skilaverkefni nemenda og ástundun í tímum.

Heimanám: Ekki er gert fyrir heimanámi í upplýsinga- og tæknimennt.

Hæfniviðmiðin fyrir upplýsinga- og tæknimennt má finna í Aðalnámskrá grunnskóla á bls. 224- 230, eða á vefsíðunni http://adalnamskra.is

 

Tónmennt – TÓN 1 st

Námsefni: Tónmenntakennslubækur og -leikir, verkefnabækur, hlustunarefni og skólahljóðfæri.

Leiðir: Þekkingin dýpkuð. Nótnaskrift æfð. Skólahljóðfæri verða notuð til þjálfunar á takti og hryn.

Námsmat: Vinnubók, vinnusemi, jákvæðni og framkoma í kennslustundum metin til einkunnar að vori.

Kennari: Marika Alavere

 

Kór – KÓR 1 st

Námsefni: Ýmis sönglög.

Leiðir: Aðaláhersla lögð á söng og takt. Og að hafa gaman.

Námsmat: Felst í því að koma fram á tónleikunum.

Kennarar: Marika Alavere og Ármann Einarsson