Námsvísir 6.-8. bekkur

Sigga – 13 kst.

Kennari: Sigríður Árdal

Íslenska, náttúrufræði, samfélagsfræði og upplýsinga- og tæknimennt er samkennt í því sem kallast Sigga á stundaskrá.

Markmið: Efla sjálfstæði nemenda í námi. Auka áhuga þeirra, námsgleði og sköpunargáfu nemenda. Kynnast sjálfum sér og átta sig á hvernig námsmenn við erum og kynna fyrir þeim helstu forritum sem þau geta nýtt sér í námi og starfi. Einnig að gera þau að ábyrgum notendum tækninnar en ekki að neytendum. Efla læsi og lesskilning og styrkja þá í stafsetningu, málfræði og almennri málnotkun. Gera nemendur meðvitaðri um hvernig náttúrufræðigreinar birtast í daglegu lífi og hvernig færni og kunnátta í náttúru- og samfélagsfræðigreinum gagnist þeim. Efla forvitni þeirra á hvernig náttúran virkar og efla gagnrýna hugsun. Á þessu skólaári munum við einbeita okkur að landafræði og sögu, mannslíkamanum, líffærum hans, eiginleikum og starfsemi. Einnig munum við skoða náttúruna í kringum okkur og efla umhverfisvitund og sjálfsmynd þeirra.

Leiðir: Lestur bóka og umræður, tilraunir og verklegar æfingar. Við munum vinna bæði í hópum og einstaklingsvinnu að fjölbreyttum verkefnum sem samtvinnar þessi fög.

Námsefni: Af hverju ég? Skólaslit, Fallorð, Lærum gott mál, Geitungar, ýmsar vefsíður og greinar frá kennara.

Námsmat: Metin verða skilaverkefni nemenda, ástundun í tímum, vinnubók nemenda, skýrslur og lokaverkefni/próf.

Heimanám: Er eftir þörfum og sett inná Teams.

Hæfniviðmiðin má finna í ANG, íslenska (bls. 101-105), náttúrugreinar (bls. 169-175), samfélagsgreinar (bls. 197-203) og upplýsinga-og tæknimennt (bls. 224- 230). Eða á vefsíðunni http://adalnamskra.is

 

Stærðfræði – STÆ 6 st

Námsefni: 6. bekkur: Stika 2, 7. bekkur: Stika 3 og 8. bekkur: Skali 1, auk efnis frá kennara. Umfjöllunarefni verða mælingar, almenn brot, tugabrot, samlagning og frádráttur, margföldun og deiling, rúmfræði, hnitakerfi og hlutföll og prósentur, tölfræði og líkur.

Hæfni- og matsviðmið samkvæmt kafla 25 í Aðalnámskrá grunnskóla bls. 208-223.

Leiðir: Innlögn kennara á töflu í upphafi hvers nýs viðfangsefnis. Síðan vinna nemendur sjálfstætt með aðstoð kennara skv. áætlun sem sniðin verður að þörfum hvers og eins.

Heimanám: Tímaverkefni skv. áætlun kláruð auk ýmissa æfingaverkefna.

Námsmat: Símat á tímavinnu og kannanir í lok hvers kafla/viðfangsefnis og skyndipróf auk þess sem ástundun verður metin.

Kennari: Elín Eydís Friðriksdóttir

 

Enska – ENS 3 st

Námsefni:Action texta/vinnubók, Spotlight 8 texta/vinnubók, Málfræðihefti A, B og C, óreglulegar sagnir, frjálslestrarbækur.

Markmið og leiðir: Kennt verður einstaklingsmiðað, þannig að nemendur fái námsefni við hæfi og geti unnið á sínum hraða í tímum. Lögð verður áhersla á lestur, hlustun og þýðingu á ensku. Unnið verður að því að nemendur tileinki sér nýjan orðaforða, auki þekkingu sína á enskri málfræði, eflist í að tjá sig á ensku í bæði rituðu og töluðu máli, auk þess að vinna með enskan texta á ýmsa vegu. Önnur verkefni verða lögð fyrir eftir þörfum.

Heimanám: Nemendur klára verkefni úr tímum ef þörf krefur og undirbúa sig heima fyrir sagnapróf. Að öðru leyti verður heimavinna fyrst og fremst á formi frjálslestrar.

Námsmat: Metin verður ástundun og vinnubrögð nemenda í tímum. Málfræðipróf og kannanir óreglulegra sagna verða grunnur fyrir námsmati, auk ástundunar í tímum.

Kennari: Elín Eydís Friðriksdóttir

 

Bókasafn – BÓK 1 st

Námsefni:Leitum og finnum - Á skólasafni 1.

Leiðir:  Nemendur fara á bókasafnið hálfa kennslustund í viku og fá bækur að láni til að skoða og lesa. Þeir fá einnig fræðslu um safnið, vinna í verkefnabók, æfa uppýsingaleit í rituðu máli og af neti og kynnast meðferð og skráningu heimilda.

Námsmat:  Ástundun og umgengni metin.

Kennari:  Álfheiður Birna Þórðardóttir

 

Textílmennt - TEX 2 st (hálfan veturinn)

Leiðir: Unnið samkvæmt hæfniviðmiðum Aðalnámskrár grunnskóla bls, 158-159.

Nemendur þjálfa ýmis vinnubrögð við vinnu með textíla og tileinka sér vandvirkni og alúð við verkefni sín. Þeir vinna verkefni eftir hugmyndaauðgi hvers og eins og nota fjölbreyttar aðferðir s.s. taulitun, vélsaum, útsaum, prjón, hekl. Upplýsingatækni verður notuð þar sem við á. Kennsla verður samþætt öðrum greinum eins og hentar.

Námsmat: Námsmat fer fram jafnóðum, einkunn gefin í annarlok.

Kennari: Álfheiður Birna Þórðardóttir

 

Myndmennt – MYN 1 st

Leiðir: Unnið verður samkvæmt hæfniviðmiðum Aðalnámskrár grunnskóla, fyrir sjónlistir, bls.148-149.

Nemendur læra um myndbyggingu, lita- og formfræði og áhrif ljóss, skugga og lita í mynd. Þeir vinna myndverk og beita til þess fjölbreyttri tækni. Reynt verður að virkja sköpunarhæfileika hvers og eins og áhersla lögð á að nemendur upplifi ánægju af eigin sköpun. Nemendur þjálfa sjónskyn og læra að meta eigin verk og annarra og fjalla um tilgang og áhrif myndlistar í mannlegu samfélagi. Kennsla verður samþætt öðrum greinum þar sem við á.

Námsmat:  Námsmat fer fram jafnóðum og einkunn gefin í annarlok.

Kennari:  Álfheiður Birna Þórðardóttir

 

Tónmennt – TÓN 1 st

Námsefni:Tónmenntakennslubók Hljóðspor, hlustunarefni, myndbönd.

Leiðir: Þjálfaðir eru þeir námsþættir sem nemendur kynntust á yngri stigum, þekkingin dýpkuð og nýir þættir lagðir inn.

Námsmat: Kaflapróf, sem og ástundun, vinnubrögð og framkoma í kennslustundum verða metin til einkunnar að vori.

Kennari: Marika Alavere

 

Kór – KÓR 1 st

Námsefni: Ýmis sönglög.

Leiðir: Aðaláhersla lögð á söng og takt. Og að hafa gaman.

Námsmat: Felst í því að koma fram á tónleikunum.

Kennarar: Marika Alavere

 

Hljómsveit – HLJÓM 1 st

Námsefni: Nótnablöð og hljóðfæri.

Leiðir: Nótnalestur og samspil æfð.

Kennarar: Marika Alavere og Ármann Einarsson