Árshátíð

Árshátíð Stórutjarnaskóla fór fram með pompi og prakt þann 30. október. Hátíðarhöldin hófust klukkan 17:00 og var mikil stemning í húsinu. Allir nemendur grunnskólans, ásamt elstu nemendum leikskólans, stigu á stokk og sýndu listir sínar.

Gestir fengu að njóta þriggja stórskemmtilegra leikrita: Hróa Hött, Brot úr Grimmsævintýrum og Dagur í Stórutjarnaskóla. Krakkarnir stóðu sig með prýði og sýndu mikla leikgleði. Að sýningum loknum var boðið upp á matarmikla súpu og brauð sem rann ljúflega niður.

Allur ágóði hátíðarinnar rann óskertur í ferðasjóð nemenda og mun nýtast vel. Nemendur og starfsfólk þakka kærlega fyrir komuna og frábæra kvöldstund.