Skiptimarkaður
06.12.2023
Í dag kl. 14:15 er skiptimarkaður hér í skólanum. Nemendur miðstigs stóðu fyrir sögnun á fatnaði, skóm, spilum, bókum, leikföngum og skartgripum. Gríðarlegt magn hefur safnast sem mun vonandi allt skipta um eigendur í dag. Nemendur hafa flokkað, hengt upp og brotið saman og eru að koma varningnum fyrir í sal skólans. Að loknu jólaföndurstund með foreldrum mun markaðurinn opna kl. 14:15 og er öllum velkomið að kíkja á þennan flotta markað.