Gleðilegt nýtt ár !! Skóli, sundlaug og bókasafn
02.01.2026
Skólahald hefst aftur eftir jólafrí mánudaginn 5. janúar. Leikskóladeildin opnar kl. 8:00 og grunnsksóladeildin kl. 8:25 eins og hefðbundið er. Opnun sudlaugar fyrir almenning verður eins og verið hefur á mánudagskvöldum kl. 18:30-20:30 og fimmtudagskvöldum kl. 19:30-21:30. Heiða okkar mun halda áfram að bjóða uppá sundleikfimi en nú á opnunartíma sundlaugarinnar og eru allir velkomnir. Bókasafnið í Stórutjarnaskóla verður einnig opið eins og áður, á þriðjudögum kl. 15:30-17:30 og á fimmtudagskvöldum kl. 19:30-21:30. BD