21.08.2025
Sundlaugin opnar aftur eftir sumarlokun í kvöld 21. ágúst.
Hún verður opin fyrir almenning á mánudagskvöldum frá 18:30-20:30 og fimmtudagskvöldum frá kl. 19:30-21:30
08.08.2025
Stórutjarnaskói verður settur mánudaginn 25. ágúst kl. 10:00 á sal skólans.
Eftir setninguna fara nemendur ásamt kennurum sínum í sína heimastofu og er foreldrum velkomið að fylgja nemendum í stofur og hitta umsjónakennara og annað starfsfólk.
Léttar veitingar í boði.
Allir velkomnir.
23.06.2025
Umsóknarfrestur til 24. júlí
10.06.2025
Nemendur og starfsfólk Stórutjarnaskóla fengu nýverið styrk úr Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins til að vinna að alþjóðlegu ungmennaverkefni sem ber nafnið „We – Við – Meie“.
Verkefnið er leitt af Sigríði Árdal og Marika Alavere í samstarfi við nemendur í 8.–10. bekk, og í september mun hópurinn taka á móti tíu ungmennum og kennurum þeirra frá Eistlandi. Meginhluti verkefnavinnunnar fer fram í Stórutjarnaskóla, en einnig er fjölbreytt dagskrá fyrirhuguð þar sem þátttakendur munu meðal annars fara í vettvangsferðir um sveitarfélagið og kynnast náttúru og menningu Þingeyjarsveitar. Markmið verkefnisins eru meðal annars að efla sjálfstraust og leiðtogahæfni ungmenna, vekja þau til umhugsunar um sjálfbæran lífsstíl og framtíð jarðar og stuðla að alþjóðlegri samvinnu og vináttu.
Þessi sami hópur vann að Erasmus+ verkefni í september síðastliðnum í Eistlandi sem hét Eye-Ég-Mina og er nýja verkefnið framhald af því verkefni. Má því búast við mikilli gleði í haust þegar ungmennin hittast aftur. Við hlökkum til að fylgjast með verkefninu, en því lýkur með opnum viðburði í Stórutjarnaskóla þar sem afrakstur vinnunnar verður kynntur.
06.06.2025
Laus staða í Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit
04.06.2025
Sundlaug Stórutjarnaskóla er lokuð frá 2. júní til 15. ágúst.
28.05.2025
Skólaslit verða föstudaginn 30. maí
28.05.2025
Í fyrsta skipti fóru nemendur frá okkur til höfuðborgarinnar á Samfés. Það fóru 7 nemendur úr 8., 9. og 10 bekk, umsjónarmaður félagsmiðstöðva í Þingeyjarsveit fór með þeim í ferðina.
22.04.2025
Vortónleikar nemenda Stórutjarnaskóla verða haldnir í sal skólans
miðvikudaginn 30. apríl kl. 16:00
Fjölbreytt dagskrá
Ókeypis aðgangur
Kaffisala til styrktar ferðasjóði nemenda að loknum tónleikum
Kaffi og með því fyrir fullorðna kr. 3000,
fyrir börn á grunnskólaaldri kr. 1000
og frítt fyrir 5 ára og yngri
Ath. enginn posi á staðnum
Allir velkomnir