Sumir kennarar eru góðir og gáfaðir. Þeir borða mjög mikið súkkulaði og drekka ROSALEGA mikið kaffi. Kennararnir hér eru vel menntaðir. Sumir kennarar sjá um stuðning og sérþjálfun.
Það eru um 20 starfsmenn í skólanum og starfa 7 af þeim í leikskóladeild og 2 í tónlistadeild. Í leikskóladeildinni eru 12 börn og eru starfsmenn í mis miklu starfshlutfalli.
Miðstiginu er skipt í tvo hluta vegna fámennis og samsetningar hópa. 7. bekkur fylgir elsta stiginu og 5. bekkur fylgir yngsta stígi. Þá eru 17 nemendur í eldri hóp grunnskóladeildar og 12 nemendur í yngra stigi. Yngsta stigið hefur aðganga að stofu 1 og 2. og eldri hópurinn hefur aðgang að 3, 4 og 5 stofu.
Maturinn í skólanum oftast gómsætur og girnilegur matur. Nemendur þurfa ekki að koma með nesti og er maturinn frír. Þeir starfmenn sem borða með nemendum fá frían mat en þeir sem ekki gera það þurfa að borga. Matreiðslukonurnar fara eftir reglum skólastjórans um hollustu fólks og er þá maturinn í samræmi við lýðheilsumarkmið landlæknisembættisins.
Stórutjarnaskóli er staðsettur í Ljósavatnsskarði í Þingeyjarsveit. Hann gulur á litinn þ.e. stafnarnir með gráum veggjum. Skólin býður líka upp á stórt útivistarsvæði. Það eru margar tjarnir í kringum skólann og flott náttúra. Fyrir sumarfrí er hjóladagar og þá má hafa hjól í skólanum.
Teppið í skólanum eyðileggur sokkana ykkar, þannig að við mælum með að allir hafi inniskó😊
Krakkarnir eru í skólanum frá 8:30 til 15:20 sem er ekki gaman okkur finnst skóladagurinn of LANGUR.
Greinina skrifuðu nokkrir nemendur í 7. bekk Stórutjarnaskóla