Jákvæður agi

Fyrr á skólaárinu fóru tveir kennarar á námskeið þar sem þeir kynntu sér uppeldisstefnu sem nefnist Jákvæður agi. Í framhaldinu fengum við Anítu Jónsdóttur til að koma til okkar með námskeið á skipulagsdegi 3. janúar. Í kjölfar námskeiðsins var ákveðið á starfsmannafundi, að innleiða stefnuna og erum við þessa dagana að taka fyrstu skrefin í að tileinka okkur  verkfæri jákvæðs aga í okkar skólastarfi.  Undir síðunni Stefnur og áætlanir finni þið upplýsingar um það út á hvað stefnan gengur. BD