Ánægjuleg jólastemning ríkti í skólanum eftir hádegi í gær 3. desember þegar nemendur og foreldrar þeirra komu saman til jólaföndurs. Dagurinn markaðist af hlýlegri samveru og skapandi verkefnum þar sem allir höfðu tækifæri til að láta ljós sitt skína.
Margir mættu í jólapeysum og í notalegu andrúmslofti dunduðu nemendur ásamt foreldrum og starfsfólki við að föndra fallega jólaskrautmuni. Jólabjöllur úr tágum, jólalegir ísskápaseglar, jólatré og jólaperl ásamt ýmsu fleiru mun nú skreyta heimili nemenda um jólin. Sköpunargáfan flæddi og árangurinn var glæsilegur.
Léttar veitingar bættu enn frekar við jólaskapið. Piparkökur og mandarínur gáfu deginum hinn rétta jólabrag og nutu börnin góðgætanna í góðri samveru með foreldrum sínum og skólasystkinum.