Litlu-jól Stórutjarnaskóla verða á morgun 19. desember og hefjast kl. 11:00. Hver nemendahópur byrjar á notalegri jólastund í sinni heimastofu með sínum kennurum. Um kl. 12 er svo hátíðarmatur snæddur í borðsal og ís með möndlu í eftirrétt. Afhentar verða möndlugjafir og verðlaun fyrir jólastærðfræðiþrautir sem nemendur og starfsfólk hafa spreytt sig á nú í desember. Eftir samveru í matsal verður farið í "salinn" þar sem dansað verður í kringum jólatréið og mögulega fáum við rauðklædda gesti. Litlu-jólum lýkur kl. 14:10 og eru nemendur grunnskóladeildar þá komnir í jólafrí. Leikskóladeildin er opin til kl. 16:00 en þá fara leikskólanemendur einnig í jólafrí. Skólahald í Stórutjarnaskóla hefst að loknu jólafrí samkvæmt stundaskrá og dagskipulagi mánudaginn 5. janúar 2026.
BD