JÓLATÓNLEIKAR STÓRUTJARNASKÓLA

Jólatónleikar Stórutjarnaskóla verða haldnir miðvikudaginn 10. desember og hefjast kl. 14:00. Eftir tónleikana verður hægt að kaupa bækur af 5. og 6. bekk sem þau sömdu og gáfu út í tilefni af Bókmenntahátíð barnanna sem haldin var á Hrafnagili í síðustu viku. Þá verða einnig léttar veitingar í boði í matsal skólans.