Vortónleikar tónlistadeildar

Vortónleikar tónlistardeildar Stórutjarnaskóla voru haldnir miðvikudaginn 8. apríl.

Fram komu nemendur tónlistardeildar og fluttu fjölbreytt verk sem  þeir höfðu undirbúið fyrir tónleikana. Þá tóku allir viðstaddir nemendur grunnskólans þátt í samspili.

Við þökkum öllum þeim sem að tónleikunum komu fyrir þeirra framlag sem svo sannarlega var með miklum ágætum.

Hér eru myndir frá tónleikunum

 

Að tónleikum loknum var boðið uppá kaffi og með því. Þar voru á ferðinni elstu nemendur grunnskólans og foreldrar þeirra að safna í ferðasjóð nemenda.