Vortónleikar tónlistardeildar voru haldnir með glæsibrag miðvikudaginn 30. apríl.
Það er fjölmennur hópur sem sækir nám við tónlistardeildina, 28 úr grunnskóladeild, 2 úr leikskóladeild og 3 úr framhaldsskóla sem eru fyrrum nemendur skólans.
Dagskráin var fjölbreytt, það var boðið uppá sóló atríði, dúeta og stærri hljómsveitir. Flytendur voru ekki eingöngu nemendur tónlistardeildar því þeir fáu grunnskólanemar sem ekki stunda tónlistarnám spiluðu í hljómsveitum. Allir stóðu sig með miklum sóma. Marika og Ármann halda uppi gælsilegu tónlistarstarfi sem sýnir sig í fjölbreyttum verkefnum og þeim fjölda sem stundar tónlistarnám.
Tónleikarnir voru vel sóttir og sátu gestir kaffisamsæti að tónleikunum loknum til styrktar ferðasjóði skólans, í umsjón foreldra elstu nemenda.