Skólaslit

Skólaslit verða föstudaginn 30. maí

Ferð 8. til 10. bekkjar á Samfés í byrjun maí

Í fyrsta skipti fóru nemendur frá okkur til höfuðborgarinnar á Samfés. Það fóru 7 nemendur úr 8., 9. og 10 bekk, umsjónarmaður félagsmiðstöðva í Þingeyjarsveit fór með þeim í ferðina.

Vortónleikar tónlistardeildar

Vortónleikar

Vortónleikar nemenda Stórutjarnaskóla verða haldnir í sal skólans miðvikudaginn 30. apríl kl. 16:00 Fjölbreytt dagskrá Ókeypis aðgangur Kaffisala til styrktar ferðasjóði nemenda að loknum tónleikum Kaffi og með því fyrir fullorðna kr. 3000, fyrir börn á grunnskólaaldri kr. 1000 og frítt fyrir 5 ára og yngri Ath. enginn posi á staðnum Allir velkomnir

Grein frá 7. bekk

Skólinn okkar

Umhverfis- og lýðheilsuþing Stórutjarnaskóla 2. apríl kl. 13:30

Umhverfis- og lýðheilsuþing Stórutjarnaskóla 2. apríl 2025 kl. 13:30 Skiptir þessi útivera einhverju máli? Framtíðin er í náttúrunni Sabína Steinunn MA í íþrótta- og heilsufræðum heldur fyrirlestur um mikilvægi útiveru fyrir sál og líkama Nemendur segja frá uppáhaldsstöðum í nær samfélaginu og örnefni verða merkt á loftmyndir Allir hjartanlega velkomnir!! Nemendur og starfsfólk Stórutjarnaskóla

Skólafall 6. febrúar 2025

Gefin hefur verið út rauð viðvörun fyrir allt landið frá kl. 17:00 í dag og stóran hluta dagsins á morgun, því fellur skólahald niður í öllum deildum skólans á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar. Skólastjóri

Heimferð flýtt

Vegna slæmrar veðurspár er heimferð skólabíla flýtt í dag til kl. 12:30. Sjá nánar í tölvupósti frá skólastjóra

Þorrablót

Þorrablóti Stórutjarnaskóla frestað. Foreldrar, sjá póst frá skólastjóra.

Viðbragðsáætlun grunnskóla og leikskóla Þingeyjarsveitar vegna ófærðar og eða óveðurs

Nú hefur verið birt ný viðbragðsáætlun grunnskóla og leikskóla Þingeyjarsveitar vegna ófærðar og eða óveðurs. Áætlunin er á síðunni Stefnur og áætlanir hér efst á síðunni og hefur tekið gildi.